Keppni
Kokteilkeppni Tipsý og Grey Goose – Skráningarfrestur lýkur á miðnætti
Þá er komið að fyrstu kokteilkeppni ársins, sem er unninn af Tipsy bar og Mekka Wines & Spirits umboðsaðila Grey Goose á Íslandi.
Þemað er franskt, túlkað á þinn eigin hátt – drykkurinn sjálfur getur verið í hvaða formi sem er.
Innsending þarf að innihalda:
- Nafn á kokteil, innblástur, lýsing og mynd
- Uppskrift (sem inniheldur a.m.k. 30 ml af Grey Goose)
- Upplýsingar um þig (nafn, vinnustaður, símanúmer)
- Sendu þinn kokteil á [email protected] fyrir 2. febrúar. Skráningarfrestur lýkur nú á miðnætti
Hver þátttakandi, sem sendir inn kokteil sem uppfyllir skilyrði innsendingar, fær 5.000 kr. gjafabréf sem gildir á Apotekið, Fjallkonuna, Sæta Svínið, Sushi Social, Tres Locos og Tapasbarinn. Eitt gjafabréf fyrir hvern þátttakenda.
Forkeppni er mánudaginn 5. febrúar á Tipsý og eru valdar 12 innsendingar til að taka þátt.
Aðalkeppnin er miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20.00 á Tipsý og keppa 5 kokteilar til úrslita samhliða skemmtilegri dagskrá að hætti Tipsy og Grey Goose.
Í aðalvinning er 200.000 króna gjafabréf hjá PLAY og fjöldi veglegra aukavinninga er í boði.
Það er til mikils er að vinna svo endilega takið þátt !
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s