Keppni
Kokteilkeppni Tipsý og Grey Goose – Skráningarfrestur lýkur á miðnætti
Þá er komið að fyrstu kokteilkeppni ársins, sem er unninn af Tipsy bar og Mekka Wines & Spirits umboðsaðila Grey Goose á Íslandi.
Þemað er franskt, túlkað á þinn eigin hátt – drykkurinn sjálfur getur verið í hvaða formi sem er.
Innsending þarf að innihalda:
- Nafn á kokteil, innblástur, lýsing og mynd
- Uppskrift (sem inniheldur a.m.k. 30 ml af Grey Goose)
- Upplýsingar um þig (nafn, vinnustaður, símanúmer)
- Sendu þinn kokteil á [email protected] fyrir 2. febrúar. Skráningarfrestur lýkur nú á miðnætti
Hver þátttakandi, sem sendir inn kokteil sem uppfyllir skilyrði innsendingar, fær 5.000 kr. gjafabréf sem gildir á Apotekið, Fjallkonuna, Sæta Svínið, Sushi Social, Tres Locos og Tapasbarinn. Eitt gjafabréf fyrir hvern þátttakenda.
Forkeppni er mánudaginn 5. febrúar á Tipsý og eru valdar 12 innsendingar til að taka þátt.
Aðalkeppnin er miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20.00 á Tipsý og keppa 5 kokteilar til úrslita samhliða skemmtilegri dagskrá að hætti Tipsy og Grey Goose.
Í aðalvinning er 200.000 króna gjafabréf hjá PLAY og fjöldi veglegra aukavinninga er í boði.
Það er til mikils er að vinna svo endilega takið þátt !

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt5 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki