Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kokteilhátíðin Reykjavík Cocktail Weekend verður haldin í febrúar
Barþjónaklúbbur íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilhátíð Reykjavík Cocktail Weekend í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 3. – 7. febrúar n.k.
Hátíðin hefst miðvikudaginn 3. febrúar og stendur til sunnudagsins 7. febrúar, þar sem henni líkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíó.
Yfir 40 staðir taka þátt
Yfir 40 staðir taka þátt í ár og verður frábær dagskrá í gangi á stöðunum yfir hátíðina.
Glæsileg dagskrá hátíðarinnar á stöðunum verður kynnt á næstu dögum.
Fimmtudaginn 4. febrúar verður forkeppni í Íslandsmeistaramóti Barþjóna og vinnustaða keppninni í Gamla Bíó, samhliða því verða helstu vínbirgjar landsins með kynningar á sínum vörum.
Laugardaginn 6. febrúar verður Master Class á Center Hótel Plaza þar sem hinir ýmsu fyrirlesarar munu veita okkur fróðleik um vín auk þess sem vínbirgjarnir verða með kynningar á sínum vörum.
Sunnudaginn 7. febrúar verða úrslitin í keppnunum, galadinner og fjör fram eftir kvöldi í Gamla Bíó.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið24 klukkustundir síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Markaðurinn7 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






