Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kokteilhátíðin Reykjavík Cocktail Weekend verður haldin í febrúar
Barþjónaklúbbur íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilhátíð Reykjavík Cocktail Weekend í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 3. – 7. febrúar n.k.
Hátíðin hefst miðvikudaginn 3. febrúar og stendur til sunnudagsins 7. febrúar, þar sem henni líkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíó.
Yfir 40 staðir taka þátt
Yfir 40 staðir taka þátt í ár og verður frábær dagskrá í gangi á stöðunum yfir hátíðina.
Glæsileg dagskrá hátíðarinnar á stöðunum verður kynnt á næstu dögum.
Fimmtudaginn 4. febrúar verður forkeppni í Íslandsmeistaramóti Barþjóna og vinnustaða keppninni í Gamla Bíó, samhliða því verða helstu vínbirgjar landsins með kynningar á sínum vörum.
Laugardaginn 6. febrúar verður Master Class á Center Hótel Plaza þar sem hinir ýmsu fyrirlesarar munu veita okkur fróðleik um vín auk þess sem vínbirgjarnir verða með kynningar á sínum vörum.
Sunnudaginn 7. febrúar verða úrslitin í keppnunum, galadinner og fjör fram eftir kvöldi í Gamla Bíó.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan