Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kokteilhátíðin Reykjavík Cocktail Weekend verður haldin í febrúar
Barþjónaklúbbur íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilhátíð Reykjavík Cocktail Weekend í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 3. – 7. febrúar n.k.
Hátíðin hefst miðvikudaginn 3. febrúar og stendur til sunnudagsins 7. febrúar, þar sem henni líkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíó.
Yfir 40 staðir taka þátt
Yfir 40 staðir taka þátt í ár og verður frábær dagskrá í gangi á stöðunum yfir hátíðina.
Glæsileg dagskrá hátíðarinnar á stöðunum verður kynnt á næstu dögum.
Fimmtudaginn 4. febrúar verður forkeppni í Íslandsmeistaramóti Barþjóna og vinnustaða keppninni í Gamla Bíó, samhliða því verða helstu vínbirgjar landsins með kynningar á sínum vörum.
Laugardaginn 6. febrúar verður Master Class á Center Hótel Plaza þar sem hinir ýmsu fyrirlesarar munu veita okkur fróðleik um vín auk þess sem vínbirgjarnir verða með kynningar á sínum vörum.
Sunnudaginn 7. febrúar verða úrslitin í keppnunum, galadinner og fjör fram eftir kvöldi í Gamla Bíó.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






