Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokkurinn Haraldur Egilsson hæstánægður með næringarnámskeiðið
![Kokkurinn Haraldur Egilsson hæstánægður með næringarnámskeiðið](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2022/10/naeringarnamskeid-okt-2022.jpg)
Frá næringarnámskeiðinu sl. mánudag. Við borðsendann situr Berglind Lilja Guðlaugsdóttir næringarfræðingur. Lengst til vinstri standa þær Danijela Sokolov og Hólmfríður Guðjónsdóttir matráðar í frystihúsinu á Seyðisfirði. Þá eru á myndinni kokkar á Síldarvinnsluskipum, talið frá vinstri: Haraldur Egilsson, Hjörvar Moritz Sigurjónsson og Gunnar Bogason.
Sl. mánudag var haldið í Neskaupstað námskeið fyrir kokka og matráða Síldarvinnslunnar þar sem næringarfræðingurinn og Norðfirðingurinn Berglind Lilja Guðlaugsdóttir fór yfir grunnatriði í næringarfræði og ýmsar leiðir til að gera máltíðir og matarumhverfi heilsusamlegra bæði til sjós og lands.
Farið var yfir val á hráefnum, eldunaraðferðum og skipulagi í kringum máltíðir og innkaup. Berglind er klínískur næringarfræðingur, dokstorsnemi og aðjúnkt við Háskóla Íslands og hefur mikla reynslu í slíku námskeiðahaldi.
„Þetta var frábært námskeið, það er gott að fá upprifjun á næringarfræðinni og Berglind notaði mjög sniðugar aðferðir til að benda okkur á leiðir til að auka hollustuna á einfaldan hátt.
Við vorum mjög ánægð með þetta og fengum fullt af hugmyndum sem verður gaman að vinna með,“
segir Haraldur Egilsson, kokkur á Berki NK, í samtali við svn.is.
Í næstu viku verða svo netfyrirlestrar þar sem öllu starfsfólki Síldarvinnslunnar býðst fræðsla um næringu og leiðir til að bæta mataræði.
Mynd: svn.is / Smári Geirsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala