Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokkurinn Haraldur Egilsson hæstánægður með næringarnámskeiðið
Sl. mánudag var haldið í Neskaupstað námskeið fyrir kokka og matráða Síldarvinnslunnar þar sem næringarfræðingurinn og Norðfirðingurinn Berglind Lilja Guðlaugsdóttir fór yfir grunnatriði í næringarfræði og ýmsar leiðir til að gera máltíðir og matarumhverfi heilsusamlegra bæði til sjós og lands.
Farið var yfir val á hráefnum, eldunaraðferðum og skipulagi í kringum máltíðir og innkaup. Berglind er klínískur næringarfræðingur, dokstorsnemi og aðjúnkt við Háskóla Íslands og hefur mikla reynslu í slíku námskeiðahaldi.
„Þetta var frábært námskeið, það er gott að fá upprifjun á næringarfræðinni og Berglind notaði mjög sniðugar aðferðir til að benda okkur á leiðir til að auka hollustuna á einfaldan hátt.
Við vorum mjög ánægð með þetta og fengum fullt af hugmyndum sem verður gaman að vinna með,“
segir Haraldur Egilsson, kokkur á Berki NK, í samtali við svn.is.
Í næstu viku verða svo netfyrirlestrar þar sem öllu starfsfólki Síldarvinnslunnar býðst fræðsla um næringu og leiðir til að bæta mataræði.
Mynd: svn.is / Smári Geirsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt6 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun4 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024