Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kokkalandsliðið tekur yfir eldhúsið á Fröken Reykjavík – Einstakt kvöld með matargerð á heimsmælikvarða

Birting:

þann

Fröken Reykjavík Kitchen & Bar - Hótel Reykjavík Saga

Fröken Reykjavík Kitchen & Bar – Hótel Reykjavík Saga
Mynd: Íslandshótel

Matgæðingar fá einstakt tækifæri til að upplifa matargerð á hæsta stigi þegar Kokkalandslið Íslands heldur glæsilegan Pop Up-viðburð á veitingastaðnum Fröken Reykjavík Kitchen & Bar föstudagskvöldið 30. maí. Liðið mun þá taka yfir eldhúsið og bjóða upp á sérvalda rétti í nútímalegu og hlýlegu umhverfi miðborgarinnar.

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir.
Ljósmyndari: Anna Maggý.

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er yfirmatreiðslumeistari Fröken Reykjavík og jafnframt þjálfari Kokkalandsliðsins. Snædís hefur undanfarin ár verið í fararbroddi íslenskrar matargerðar og leiðir bæði veitingastaðinn og landsliðið af mikilli elju og fagmennsku.

Kvöldið einkennist af glæsilegum sælkeramatseðli þar sem öll áhersla er lögð á að sýna fágun, matreiðslutækni og gæði íslensks hráefnis að hætti Kokkalandsliðsins.

Kokkalandsliðið tekur yfir eldhúsið á Fröken Reykjavík – Einstakt kvöld með matargerð á heimsmælikvarða

Verð per mann: 16.900 kr
Vínpörun per mann: 12.900 kr

Takmarkað sætaframboð

Sætafjöldi er takmarkaður og því hvetja skipuleggjendur áhugasama til að tryggja sér borð sem fyrst. Pantanir og nánari upplýsingar má nálgast með því að senda póst á [email protected].

Þeir sem fylgjast með íslenskri matargerð, eða einfaldlega vilja gera sér glaðan dag, ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið