Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokkalandsliðið tekur yfir eldhúsið á Fröken Reykjavík – Einstakt kvöld með matargerð á heimsmælikvarða
Matgæðingar fá einstakt tækifæri til að upplifa matargerð á hæsta stigi þegar Kokkalandslið Íslands heldur glæsilegan Pop Up-viðburð á veitingastaðnum Fröken Reykjavík Kitchen & Bar föstudagskvöldið 30. maí. Liðið mun þá taka yfir eldhúsið og bjóða upp á sérvalda rétti í nútímalegu og hlýlegu umhverfi miðborgarinnar.
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er yfirmatreiðslumeistari Fröken Reykjavík og jafnframt þjálfari Kokkalandsliðsins. Snædís hefur undanfarin ár verið í fararbroddi íslenskrar matargerðar og leiðir bæði veitingastaðinn og landsliðið af mikilli elju og fagmennsku.
Kvöldið einkennist af glæsilegum sælkeramatseðli þar sem öll áhersla er lögð á að sýna fágun, matreiðslutækni og gæði íslensks hráefnis að hætti Kokkalandsliðsins.
Verð per mann: 16.900 kr
Vínpörun per mann: 12.900 kr
Takmarkað sætaframboð
Sætafjöldi er takmarkaður og því hvetja skipuleggjendur áhugasama til að tryggja sér borð sem fyrst. Pantanir og nánari upplýsingar má nálgast með því að senda póst á [email protected].
Þeir sem fylgjast með íslenskri matargerð, eða einfaldlega vilja gera sér glaðan dag, ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara.
-
Bocuse d´Or18 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni23 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin








