Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokkalandsliðið tekur yfir eldhúsið á Fröken Reykjavík – Einstakt kvöld með matargerð á heimsmælikvarða
Matgæðingar fá einstakt tækifæri til að upplifa matargerð á hæsta stigi þegar Kokkalandslið Íslands heldur glæsilegan Pop Up-viðburð á veitingastaðnum Fröken Reykjavík Kitchen & Bar föstudagskvöldið 30. maí. Liðið mun þá taka yfir eldhúsið og bjóða upp á sérvalda rétti í nútímalegu og hlýlegu umhverfi miðborgarinnar.
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er yfirmatreiðslumeistari Fröken Reykjavík og jafnframt þjálfari Kokkalandsliðsins. Snædís hefur undanfarin ár verið í fararbroddi íslenskrar matargerðar og leiðir bæði veitingastaðinn og landsliðið af mikilli elju og fagmennsku.
Kvöldið einkennist af glæsilegum sælkeramatseðli þar sem öll áhersla er lögð á að sýna fágun, matreiðslutækni og gæði íslensks hráefnis að hætti Kokkalandsliðsins.
Verð per mann: 16.900 kr
Vínpörun per mann: 12.900 kr
Takmarkað sætaframboð
Sætafjöldi er takmarkaður og því hvetja skipuleggjendur áhugasama til að tryggja sér borð sem fyrst. Pantanir og nánari upplýsingar má nálgast með því að senda póst á [email protected].
Þeir sem fylgjast með íslenskri matargerð, eða einfaldlega vilja gera sér glaðan dag, ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni








