Keppni
Kokkalandsliðið sýnir yfir 30 rétti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Erfurt í þýskalandi
Keppnin í köldu borði “Culinary Art” hefst snemma í fyrramálið, kl. 7 að íslenskum tíma, hjá Kokkalandsliðinu en liðið hefur verið síðustu tvo sólarhringa að undirbúa alla réttina á kalda borðið sem nú hefur verið stillt upp í keppnishöllinni í Erfurt í Þýskalandi. Á borðinu eru yfir 30 réttir ásamt sykurskreytingarverki. Í keppninni eru gerðar miklar kröfur um fjölbreytt og fagleg vinnubrögð, útlit og hráefnisnotkun þar sem hvert smáatriði skiptir máli.
Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota hágæða íslenskt hráefni í réttina sína. Á sýningarborðinu eru þrír forréttir, fjölbreyttir veisluréttaplattar, fimm rétta veislumatseðill, grænmetismatseðill, fingrafæði og margvíslegir eftirréttir og sykurskraut. Liðið hóf að undirbúa uppskriftir að réttunum fyrir 18 mánuðum. Innblásturinn er sóttur í Ísland og það sem land elda og íss gefur okkur.
Borðbúnaðurinn er einnig mikilvægur, en öll hráefni eru íslensk og var hönnun og framleiðsla í höndum HAF Studio. Borðbúnaðurinn er unninn úr íslensku birki, keramik, grásteini og glerungi.
Kokkalandsliðið keppir í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í matreiðslu, IKA Culinary Olympics, sem fram fara í Þýskalandi. Liðið keppir í seinni keppnisgreininni, þar sem keppt er í heitum þriggja rétta máltíðum þriðjudaginn 25. október.
Í Kokkalandsliðinu eru: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon faglegur framkvæmdastjóri, Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði, Björn Bragi Bragason forseti KM/framkvæmdastjórn, Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri, Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Axel Clausen, Garðar Kári Garðarsson, Hrafnkell Sigríðarson, Atli Þór Erlendsson, Sigurður Ágústsson, Georg Arnar Halldórsson og María Shramko.

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins