Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið náði 9. sætinu á Ólympíuleikunum

Birting:

þann

Kokkalandsliðið á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Kokkalandsliðið á verðlaunapalli

Kokkalandsliðið fékk gull og tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í matreiðslu, sem fram fóru í Þýskalandi og náði Ísland þar með 9. sætinu í heildarkeppninni. Singapore var í fyrsta sæti, Finnland í var í öðru sæti og Sviss í þriðja sæti.

Kokkalandsliðið vill þakka bakhjörlum sínum og samstarfsaðilum fyrir stuðninginn við liðið.

Hafliði Halldórsson

Hafliði Halldórsson

“Það er mikilvægt fyrir Kokkalandsliðið að hafa öfluga aðila sem styðja við bakið á okkur og erum við þakklát öllum bakhjörlunum og samstarfsaðilunum sem lögðu sitt af mörkum til að við gætum tekið þátt í keppninni. Við erum að keppa við fjölmennar þjóðir sem leggja mikið undir og því er árangurinn sem við náðum enn eftirtektarverðari. Þessi glæsilegi árangur liðsins gefur okkur möguleika á að efla liðið enn frekar fyrir næstu keppnisþátttöku. Einnig að stefna að markmiðum Kokkalandsliðsins sem eru að efla fagmennsku í matargerð á Íslandi og styrkja innviði matvælageirans og ferðaþjónustunnar,”

segir Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins.

Bakhjarlar Kokkalandsliðsins eru: Icelandair og Íslandsstofa.

Samstarfsaðilar Kokkalandsliðsins eru: Ásbjörn Ólafsson, Bananar, Esja Gæðafæði, Figgjo, Garri, Hafið, Icelandair Hotels, Icelandair Cargo, Kjarnafæði, Progastro, Sælkeradreifing, Sölufélag Garðyrkjumana, Vífilfell, Íslenska auglýsingastofan, Norðanfiskur, Kælitækni, Bílaleiga Akureyrar og Innnes.

Kokkalandsliðið á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Kokkalandsliðið

Í Kokkalandsliðinu eru: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði, Björn Bragi Bragason forseti KM/framkvæmdastjórn, Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri, Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Axel Clausen, Garðar Kári Garðarsson, Hrafnkell Sigríðarson, Atli Þór Erlendsson, Sigurður Ágústsson, Georg Arnar Halldórsson og María Shramko.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið