Keppni
Kokkalandsliðið: Myndir af kalda borðinu
Kokkalandsliðið keppir í tveimur keppnisgreinum í Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fara í Þýskalandi í Erfurt þessa dagana. Önnur keppnisgreinin er kalt borð eða Culinary Art Table þar sem sýndir eru yfir 30 réttir. Kokkalandsliðið hefur unnið streitulaust alla daga frá því að landsliðið kom til Þýskalands en allur undirbúningur hefur farið fram á hóteli. Flytja þurfti réttina frá hótelinu yfir í keppnishöllina og hefur Kokkalandsliðið æft flutninginn vel og vandlega en lykilatriði er að réttirnir haldi fullkomnu útliti sínu enda þurfa þeir að vera til sýnis í margar klukkustundir á keppnisstað.
Kokkalandsliðið hefur unnið síðustu tvo sólarhringa að undirbúa kalda borðið og lokahönd var lögð á borðið í keppnishöllinni nú rétt í þessu klukkan 07:00 í morgun á íslenskum tíma og er borðið tilbúið fyrir dómarana að dæma.
Kokkalandsliðið keppir svo í heitum þriggja rétta kvöldverði á þriðjudaginn 25. október 2016.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/kokkalandslid/feed/“ number=“4″ ]
Með fylgja myndir sem má birta núna, en þær eru frá síðustu kalda borðs æfingu þar sem landsmönnum gafst kostur á að skoða borðið þegar því var stillt upp til sýnis í Smáralind 1. október s.l.
Það var Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari sem tók myndirnar og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
Myndir: Guðjón Þór Steinsson
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli3 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar