Keppni
Kokkalandsliðið: Myndir af kalda borðinu
Kokkalandsliðið keppir í tveimur keppnisgreinum í Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fara í Þýskalandi í Erfurt þessa dagana. Önnur keppnisgreinin er kalt borð eða Culinary Art Table þar sem sýndir eru yfir 30 réttir. Kokkalandsliðið hefur unnið streitulaust alla daga frá því að landsliðið kom til Þýskalands en allur undirbúningur hefur farið fram á hóteli. Flytja þurfti réttina frá hótelinu yfir í keppnishöllina og hefur Kokkalandsliðið æft flutninginn vel og vandlega en lykilatriði er að réttirnir haldi fullkomnu útliti sínu enda þurfa þeir að vera til sýnis í margar klukkustundir á keppnisstað.
Kokkalandsliðið hefur unnið síðustu tvo sólarhringa að undirbúa kalda borðið og lokahönd var lögð á borðið í keppnishöllinni nú rétt í þessu klukkan 07:00 í morgun á íslenskum tíma og er borðið tilbúið fyrir dómarana að dæma.
Kokkalandsliðið keppir svo í heitum þriggja rétta kvöldverði á þriðjudaginn 25. október 2016.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/kokkalandslid/feed/“ number=“4″ ]
Með fylgja myndir sem má birta núna, en þær eru frá síðustu kalda borðs æfingu þar sem landsmönnum gafst kostur á að skoða borðið þegar því var stillt upp til sýnis í Smáralind 1. október s.l.
Það var Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari sem tók myndirnar og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
Myndir: Guðjón Þór Steinsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni21 klukkustund síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan