Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið í sveiflu

Birting:

þann

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

Það hafa margir hugsað með sér hvernig undirbúningurinn hjá strákunum okkar í Kokkalandsliðinu gangi fyrir “World Culinary Cup” í Lúxemborg sem verður dagana 18 – 22 nóvember 2006.

Freisting.is fór á stúfana og kannaði hvað er að gerast í herbúðum landsliðsins. Fyrirliði landsliðsins Bjarni G. Kristinsson sat fyrir svörun og ekki mátti sjá að nóg er að snúast hjá þessum metnaðarfulla matreiðslumanni, því að þarna sat hann inn á Astra Bar ( fordrykkjabar Grillsins) hinn rólegasti og drakk sitt te.

Sæll vertu Bjarni og til hamingju með þennann glæsilega villibráðamatseðil, var ekki mikill undirbúningur fyrir opnun á matseðlinum?
Jú það er alltaf mikil vinna  við réttina í Grillinu, það fer ekkert á seðilinn nema það sé margprófað, það er stefna að vera með nýja rétti og hugmyndir, en notast er við pottþéttar bragðsamsetningar og rétt vinnubrögð. Ekki er notað sömu réttir lengur en eitt ár, því oft eru sömu gestir sem koma oftar en einu sinni á ári eða jafnvel í mánuði, og verður því alltaf að vera gaman að borða í Grillinu, þess vegna eru myndir og uppskriftir í Grillinu ekkert leyndarmál, því það verða komnir nýjir réttir eftir áramót. Hægt er að fylgjast með þróun og nýjum réttum og uppskriftum hér

Fengu einhverjir nemar að fjúka niður hringstigann við undirbúning matseðilins?
Nemarnir eru kannski að verða of seinir og of góðu vanir, því mættu þeir hlaupa upp og niður stigann í stað þess að hanga í lyftunni 2 tíma á dag 🙂

Er upppantað fyrir villibráðina?
Nei en helgarnar er oft fyrstar að fyllast ,en pantanir lofa góðu.

Núna hefur verið bannað að selja „foie gras“ í Chicago. Hvað er þitt álit á því og heldurðu að „foie gras“ eigi eftir að vera bönnuð hér á Íslandi?
Mér finnst að Íslendingar eigi að byrja gera foie gras sjálfir, til að mynda fylla endur með bláberjum í stað þess að gera eins og frakkarnir að troða í þær maís, það væri kannski eitthvað nýtt?

Mig langar endilega forvitnast um kokkalandsliðið, en núna er stefnan tekin á “World Culinary Cup” í Lúxemborg og byrjar sú keppni 18 nóv og er til 22 nóv., hvernig gengur undirbúningurinn?
Æfingar fyrir Kaldaborði eru í hámarki núna og stefnt er að stilla upp flottu borði 30sept í Vetragarðinum í smáralind, þá verður tekið 24 tíma vakt upp í skóla á undan. Ég og Raggi Ómars fórum út til Lúx um daginn til að taka frá aðstöðu á hótelinu sem við verðum á í Lúx. Hægt er að sjá nánar um það hér og videó (106 mb. Windows media).  Við lentum ílla í því Basel að okkur var hent á Sjúkrahús langt frá sýningahöllinni með lélegri aðstöðu, en mikill tími fór í flutningar á milli svæða, þess vegna fórum við út að ganga frá lausum endum.

Hvað farið þið með mikið af hráefni út?
Það er alltaf um 1000kg + meðlimir og aðstoðar menn. Því getur vigtin á meðlimunum verið breytileg eftir mataræði fyrir keppnina ,en stefnt er að spara 50 kg á líkamsþyngd meðlima 🙂

Eru einhverjir nýjir meðlimir í landsliðinu?
Nei en aðstoðar menn verða 3-4 en verið er að ganga frá síðustu hörkutólunum í þeirri deild.

Hverjir eru í landsliðinu? 
Landsliðið er skipað eftirtöldum aðilum:

  • Bjarni Gunnar Kristinsson, Yfirmatreiðslumaður Grillið Radissonsas Hótel Saga.  Fyrirliði
  • Ragnar Ómarsson, Yfirmatreiðslumaður Salt, Radissonsas Hótel 1919.  Þjálfari
  • Gunnar Karl Gíslason, Hótel Borg Veislusalir/Silfur
  • Sigurður Gíslason, Yfirmatreiðslumaður Vox Nordica hotel
  • Alfreð Ómar Alfreðsson, matreiðslumeistari, GV heildverslun
  • Hrefna Rósa Jóhannsdóttir, aðstoðar yfirmatreiðslumaður Sjávarkjallarinn
  • Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður Siggi Hall á Óðinsvéum
  • Örvar Birgisson, Bakari Nýja Kökuhúsinu

Nýlega var stofnuð deild innann Klúbb matreiðslumeistara sem ber heitið Ungkokkar Íslands, koma þau til með að vinna með landsliðinu?
Já vonandi, en þetta er sjálfstæð deild innan klúbbsins og er það því ekki komið á fast ,en ný bók fyrir Osta og Smjörsöluna verður kynnt á Ostadögum og er hún samstarfi við KM, nokkra Landliðsmanna og Ungkokkana.

Eru eitthverjar aðrar keppnir í deiglunni eftir Lúxemborg?
Vonandi verður fjármagn til að fara til í Chicago á næsta ári og kanna hvernig er að keppa þar með engu foie gras!

Eitthver lokaorð til þeirra matreiðslunema sem eru að fara stíga sín fyrstu skref í 4 ára nám?
Best er að kveðja vinina  og finna sér þjáningar bræður í faginu til næstu ára, því að Matreiðsla er ekki tímabundið starf og eru því næstu helgar í um 10 ár uppteknar !!!!

Freisting.is þakkar Bjarna fyrir þetta skemmtilega viðtal.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið