Keppni
Kokkalandsliðið fékk gull og silfur fyrir kalda borðið á Ólympíuleikunum í matreiðslu
Kokkalandsliðið fékk gull og silfur fyrir kalda borðið sitt á Ólympíuleikunum í Þýskalandi. Liðið hlaut gullverðlaun fyrir eftirrétti (pastry) og silfur fyrir aðra rétti.
“Þetta er frábær árangur hjá liðinu. Við höfum lagt nótt við dag að gera borðið einstakt. Síðustu 18 mánuði höfum við æft stíft fyrir keppnina og það er að skila sér með þessum árangri. Gull í eftirréttum er virkilega ánægjulegt. Í Kokkalandsliðinu er ungt fólk sem hefur náð vel saman í mjög ströngu ferli og hefur verið að leggja gríðarlega mikið á sig í undirbúningnum”
, segir Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari Kokkalandsliðsins.
Á miðvikudag ræðst síðan í hvaða sæti Ísland lendir í heildina þegar allar þjóðirnar hafa lokið keppni og endanlegur stigafjöldi liggur fyrir. Ísland á enn eftir aðra keppnisgreinina af tveimur.
Í Kokkalandsliðinu eru: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði, Björn Bragi Bragason forseti KM/framkvæmdastjórn, Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri, Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Axel Clausen, Garðar Kári Garðarsson, Hrafnkell Sigríðarson, Atli Þór Erlendsson, Sigurður Ágústsson, Georg Arnar Halldórsson og María Shramko.
Myndir: Stefanía Ingvarsdóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast