Keppni
Kokkalandsliðið æfir á Akureyri

F.v. talið neðan frá, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði, Hákon Már Örvarsson faglegur framkvæmdastjóri, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri, Hafsteinn Ólafsson, Garðar Kári Garðarsson, Arnar Jón Ragnarsson, Þorkell Sigríðarson, Axel Clausen, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Bjarni Siguróli Jakobsson og Daníel Cochran. Á myndina vantar Maríu Shramko.
Kokkalandsliðið verður í æfingabúðum á Icelandair hótelinu á Akureyri dagana 6. – 9. nóvember. Liðið ætlar að æfa fyrir Heimsmeistarakeppni kokkalandsliða sem haldin verður í Luxembourg í nóvember á næsta ári. Þátttaka í keppni sem þessari krefst mikils undirbúnings og er því mikilvægt fyrir liðið að koma saman til að geta einbeitt sér að því að undirbúa öll þau smáatriði sem fylgir matargerðinni.
Í Heimsmeistarakeppninni er keppt í tveimur greinum, annars vegar í að laga margskonar veislurétti sem eru sýndir kaldir á sérútbúnu uppstilltu borði. Það eru mörg handtök við að búa til allar einingarnar sem settar eru á kalt borð sem þetta, fingramatur, forréttir, aðalréttir, eftirréttir og konfektmolar auk þess sem borðið er skreytt með stóru sykurlistaverki. Hinn hluti keppninnar er veislumáltíð fyrir þriggja rétta matseðil. Þá er eldað fyrir 110 manns og maturinn afgreiddur líkt og um veitingastað væri að ræða.
Í æfingabúðunum á Akureyri ætlar Kokkalandsliðið að matreiða og útbúa kalt borð sambærilegt við það sem verður í keppninni sjálfri að ári liðnu. Þegar borðið hefur verið sett upp verða sérstakir dómarar fengnir til að dæma afraksturinn samkvæmt alþjóðlegum reglum matreiðslumeistara, segir í fréttatilkynningu frá KM.
Meðfylgjandi tók Rafn Rafnsson á styrktarkvöldverði Kokkalandsliðsins 18. október s.l.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta