Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokka Gala í Garðabæ
Föstudagsvöldið 21. apríl og laugardagskvöldið 22. apríl verður sannkölluð sælkeraveisla í veislusal Sjálands.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Kokkur ársins 2023 og Sigurjón Bragi Geirsson fulltrúi Íslands á síðustu Bocuse d´Or keppni verða gestakokkar á Sjálandi.
Þeir félagar starfa báðir hjá veitingaþjónustunni Flóra en þeir eru á meðal fremstu matreiðslumeistara landsins síðustu ár og verið í lykil hlutverkum í Kokkalandsliðinu.
Sindri er í dag liðstjóri Íslenska kokkalandsiðsins og leiddi það á síðustu Heimsmeistarakeppni í Luxemburg 2022 og vorið sama ár hafnaði Sindri í 2. sæti í Matreiðslumaður Norðurlandanna.
Sigurjón var þjálfari íslenska Kokkalandsliðsins á síðustu Ólympíuleikum í matreiðslu og vann titilinn Kokkur ársins árið 2019.
Þeir munu bjóða uppá fjögurra rétta matseðil með vínpörun.
Hægelduð Bleikja með jarðskokkaremúlaði, pickluðu hnúðkáli, dillaioli og ígulkersósa.
Hægeldað andalæri með gnocchi, feykir osti, ostrusveppum og grænkáli.
Grilluð Nautalund með Kartöflmús og confi kartöflur, bakaður sveppur með lauksultu, grænn aspas, portvínsgljái.
Súkkulaðibrownie með skyr og hvíttsúkkulaðimús, kanil-karamella, graskerschutney og Hafþyrnisorbe.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum