Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokka Gala í Garðabæ
Föstudagsvöldið 21. apríl og laugardagskvöldið 22. apríl verður sannkölluð sælkeraveisla í veislusal Sjálands.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Kokkur ársins 2023 og Sigurjón Bragi Geirsson fulltrúi Íslands á síðustu Bocuse d´Or keppni verða gestakokkar á Sjálandi.
Þeir félagar starfa báðir hjá veitingaþjónustunni Flóra en þeir eru á meðal fremstu matreiðslumeistara landsins síðustu ár og verið í lykil hlutverkum í Kokkalandsliðinu.
Sindri er í dag liðstjóri Íslenska kokkalandsiðsins og leiddi það á síðustu Heimsmeistarakeppni í Luxemburg 2022 og vorið sama ár hafnaði Sindri í 2. sæti í Matreiðslumaður Norðurlandanna.
Sigurjón var þjálfari íslenska Kokkalandsliðsins á síðustu Ólympíuleikum í matreiðslu og vann titilinn Kokkur ársins árið 2019.
Þeir munu bjóða uppá fjögurra rétta matseðil með vínpörun.
Hægelduð Bleikja með jarðskokkaremúlaði, pickluðu hnúðkáli, dillaioli og ígulkersósa.
Hægeldað andalæri með gnocchi, feykir osti, ostrusveppum og grænkáli.
Grilluð Nautalund með Kartöflmús og confi kartöflur, bakaður sveppur með lauksultu, grænn aspas, portvínsgljái.
Súkkulaðibrownie með skyr og hvíttsúkkulaðimús, kanil-karamella, graskerschutney og Hafþyrnisorbe.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s