Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kjötsúpuhátíð um Verslunarmannahelgina á Hesteyri
Um Verslunarmannahelgina verður hin sívinsæla Kjötsúpuhátíð á Hesteyri haldin hátíðleg. Hátíðin fer fram á laugardeginum um Verslunarmannahelgi hvert ár. Það eru Hrólfur Vagnsson og aðstoðarfólk hans sem matreiða Kjötsúpuna eftir uppskrift ættmóðurinnar Birnu Hjaltalín Pálsdóttur.
Eftir súpuna er boðið upp á kaffi og nýbakaðar pönnuköku með sykri og svo verður hin skemmtilegasta dagskrá sem Birna Hjaltalín Pálmadóttir mun stýra. Þar verða leikir, söngur, fíflagangur og almennt glens og gaman uns gengið er í fjöru þar sem tendraður verður varðeldur og sungið fyrir hafið.
Það verður siglt frá Bolungarvík til Hesteyrar með Hauki Vagnssyni á Hesteyri ÍS 95. Siglingin tekur aðeins um klukkustund.
Nánari upplýsingar um Kjötsúpuhátíðina á Hesteyri hér.
Mynd: hesteyri.net
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið18 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






