Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kjötsúpuhátíð um Verslunarmannahelgina á Hesteyri
Um Verslunarmannahelgina verður hin sívinsæla Kjötsúpuhátíð á Hesteyri haldin hátíðleg. Hátíðin fer fram á laugardeginum um Verslunarmannahelgi hvert ár. Það eru Hrólfur Vagnsson og aðstoðarfólk hans sem matreiða Kjötsúpuna eftir uppskrift ættmóðurinnar Birnu Hjaltalín Pálsdóttur.
Eftir súpuna er boðið upp á kaffi og nýbakaðar pönnuköku með sykri og svo verður hin skemmtilegasta dagskrá sem Birna Hjaltalín Pálmadóttir mun stýra. Þar verða leikir, söngur, fíflagangur og almennt glens og gaman uns gengið er í fjöru þar sem tendraður verður varðeldur og sungið fyrir hafið.
Það verður siglt frá Bolungarvík til Hesteyrar með Hauki Vagnssyni á Hesteyri ÍS 95. Siglingin tekur aðeins um klukkustund.
Nánari upplýsingar um Kjötsúpuhátíðina á Hesteyri hér.
Mynd: hesteyri.net
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis






