Uppskriftir
Kjötbögglar – Kálbögglar
12 hvítkálsblöð smjör og flesk
1.5 kg kjötdeig vatn eða soð
Ystu blöðin skal taka af, ef þau eru skemmd og losa svo blað fyrir blað frá rótarstokknum varlega, svo að þau haldist heil. Kálblöðin eru þvegin og sett í sjóðandi vatn, saltað og soðið í nokkrar mínútur sér ( eða svo) þau verði orðin köld og vel sigið úr þeim.
Ein matsk. af kjötdegi er látið í hvert blað, síðan er því vafið saman og bundið um með tvisti. Bögglarnir eru brúnaðir við vægan hita og þeir soðnir í potti eða skúffu í ofni aða öðru flatbotnuðu íláti ( 2 L vatn eða soð hellt á sjóðheitt).
Borið með brúnni sósu eða kartöflumús. Kálbögglana má líka aðeins sjóða og bera þá með þeim brætt smjör eða ljósa sósu.
Ef ekki er til kjöt má fylla blöðin sem hér segir:
½ matsk. smjörl.
1 dl. fínt skorinn laukur
¼ tsk pipar
2 dl. hrísgrjón
salt og sykur
½ L mjólk
1 egg
¼ L vatn
Hrisgrjón og laukurinn er soðið lítið eitt. Grauturinn kældur og eggjunum og kryddinu hrært í.
Annars eins og fyrr segir. Ef kálhöfuðið er mjög þétt er gott að lina það í sjóðandi vatni áður en blöðin eru losuð frá stokknum.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsmæðraskólanum á árunum 1944 – 1945
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður
Myndur: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin