Keppni
Keppnin Matreiðslumaður ársins 2015 er hafin
Úrslitakeppni um Matreiðslumann ársins 2015 hófst í morgun klukkan 08:00 í morgun fyrsti keppandi skilar fyrsta rétti 3 tímum síðar eða klukkan 11:00.
Keppendur eru þeir Atli Erlendsson, Axel Clausen, Kristófer H. Lord, og Steinn Óskar Sigurðsson og eiga þeir að elda forrétt og aðalrétt fyrir dómara.
Keppendur fá þá 3,5 klukkustund til að elda samkvæmt „óvissu körfu“ , en hvaða hráefni á að nota er hægt að skoða á meðfylgjandi mynd
Dómnefndin er skipuð þeim Sturla Birgissyni, Bjarna Gunnari Kristinssyni, Þránni Frey Vigfússyni, Bjarka Hilmarssyni , Jóhannesi Jóhannessyni og Birni Braga Bragasyni en yfirdómari er Matti Jamsen en hann keppti fyrir hönd Finlands í Bocuse d’Or 2015 og lenti þar í 4-5 sæti.
Verðlaunaafhending verður svo í dag klukkan 17:00 í Hörpunni.
Fólk er hvatt til að koma og fylgjast með keppninni.
Samkvæmt niðurstöðu úr könnun lesenda þá hefur Kristófer H. Lord fengið flest atkvæði.
Mynd: Árni Þór Arnórsson

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Nemendur & nemakeppni19 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum