Frétt
Keahótel ehf. leigja Sandhótel í Reykjavík
Keahótel ehf. og eigendur Sandhótels hafa skrifað undir samning um leigu á rekstri hótelsins frá og með 1. ágúst n.k. Samningurinn er háður samþykki frá Samkeppniseftirlitinu.
Sandhótel er hágæða fjögurra stjörnu hótel staðsett á frábærum stað við Laugaveg í Reykjavík. Hótelið tók til starfa í júní 2017 og í því eru 67 herbergi. Þegar lokaáfanga hótelsins líkur á næsta ári verða herbergin 77 talsins.
Hótelið er einstaklega fallegt, en mikil áhersla hefur verið lögð á að halda tengingunni við sögu gömlu húsanna sem tilheyra hótelinu. Sandholt Bakarí og Verslun Guðsteins, sem bæði hafa verið í samfelldum rekstri í yfir 100 ár, eru á jarðhæð húsanna við Laugaveginn og Nóbelskáldið Halldór Laxness var fæddur í einu bakhúsanna. Fjöldi listaverka eftir samtíma listamenn prýða herbergi og alrými hótelsins auk útilistaverka í porti og bakgarði sem er opinn fyrir gesti og gangandi.
Í tilkynningu segir að Keahótel ehf. er ein af stærstu hótelkeðjum landsins og verður Sandhótel tíunda hótelið sem rekið er undir merkjum fyrirtækisins, en fyrir rekur það sex hótel í Reykjavík, tvö á Akureyri og eitt við Mývatn.
Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, segir Sandhótel sóma sér einstaklega vel meðal Keahótela.
„Hótelið hefur nú þegar náð að geta sér gott orð fyrir allan aðbúnað og þjónustu og munum við leitast við að halda áfram með sama hætti. Sandhótel verður fjórða fjögurra stjörnu hótelið okkar í Reykjavík, en fyrir rekum við Hótel Borg og Apótek Hótel, auk þess sem Exeter Hotel opnar við Tryggvagötu í júlí.
Hótelin fjögur eiga það öll sameiginlegt að vera í sögufrægum byggingum sem sett hafa mark sitt á ásýnd miðborgarinnar og skipa sterkan sess í hugum borgarbúa.“
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?