Markaðurinn
Karl K. Karlsson hefur tekið til sölu nýjar og frábærar vörur frá Thomas Henry
Karl K. Karlsson hefur tekið til sölu nýjar og frábærar vörur frá Thomas Henry. Um er að ræða 20cl. gler af hinum ýmsu fersku drykkjum s.s Ginger Beer, Tonic, Lemonade o.fl. Thomas Henry (1734 – 1816) fæddist í Wales. Hann var lyfjafræðingur og mikill hugsjónamaður síns tíma. Upp úr 1770 hóf hann framleiðslu á sódavatni sem hann seldi á börum og ölstofum í Manchester og urðu vörur hans strax gríðarlega vinsælar hjá barþjónum þar í borg vegna mikilla gæða og þóttu þær bera af öðrum álíka vörum.
Thomas Henry, fyrirtækið eins og það þekkist í dag, var stofnað árið 2010 og hóf dreifingu á sínum fyrstu fimm vörum þann 1. desember sama ár, sem voru Tonic, Ginger Beer, Bitter Lemon, Ginger Ale og Sódavatn. Það var svo strax á Berlin Bar Convent árið 2011 sem fyrirtækið kynnti sína sjöttu tegund á markað, Elderflower Tonic. Síðan þá hafa fleiri tegundir bæst hægt og rólega við og eru þær 9 talsins í dag.
Thomas Henry hefur unnið náið með mörgum af þekktustu áfengisframleiðendum heims um árabil, s.s . Campari og The Bitter Truth svo eitthvað sé nefnt, en það síðarnefnda hóf framleiðslu á Thomas Henry Tonic Bitter árið 2012 sem Karl K. Karlsson er einnig með í sínu vöruvali til að mæta þeirri auknu eftrispurn á bitterum hér á landi.
Við bjóðum Thomas Henry velkominn í fjölskylduna og erum þegar farnir að taka við pöntunum á netföngin atlih@karlsson.is og brandur@karlsson.is
Nánar hér: www.thomas-henry.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið