Markaðurinn
Karl K. Karlsson hefur tekið til sölu nýjar og frábærar vörur frá Thomas Henry
Karl K. Karlsson hefur tekið til sölu nýjar og frábærar vörur frá Thomas Henry. Um er að ræða 20cl. gler af hinum ýmsu fersku drykkjum s.s Ginger Beer, Tonic, Lemonade o.fl. Thomas Henry (1734 – 1816) fæddist í Wales. Hann var lyfjafræðingur og mikill hugsjónamaður síns tíma. Upp úr 1770 hóf hann framleiðslu á sódavatni sem hann seldi á börum og ölstofum í Manchester og urðu vörur hans strax gríðarlega vinsælar hjá barþjónum þar í borg vegna mikilla gæða og þóttu þær bera af öðrum álíka vörum.
Thomas Henry, fyrirtækið eins og það þekkist í dag, var stofnað árið 2010 og hóf dreifingu á sínum fyrstu fimm vörum þann 1. desember sama ár, sem voru Tonic, Ginger Beer, Bitter Lemon, Ginger Ale og Sódavatn. Það var svo strax á Berlin Bar Convent árið 2011 sem fyrirtækið kynnti sína sjöttu tegund á markað, Elderflower Tonic. Síðan þá hafa fleiri tegundir bæst hægt og rólega við og eru þær 9 talsins í dag.
Thomas Henry hefur unnið náið með mörgum af þekktustu áfengisframleiðendum heims um árabil, s.s . Campari og The Bitter Truth svo eitthvað sé nefnt, en það síðarnefnda hóf framleiðslu á Thomas Henry Tonic Bitter árið 2012 sem Karl K. Karlsson er einnig með í sínu vöruvali til að mæta þeirri auknu eftrispurn á bitterum hér á landi.
Við bjóðum Thomas Henry velkominn í fjölskylduna og erum þegar farnir að taka við pöntunum á netföngin [email protected] og [email protected]
Nánar hér: www.thomas-henry.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






