Vertu memm

Uppskriftir

Karamellukúlubomba

Birting:

þann

Karamellukúlubomba

Botnar
1 bolli sykur
½ bolli púðursykur
½ bolli rjómi
½ bolli vatn
1 msk vanilludropar
150 gr Góu súkkulaðikúlur
½ bolli rjómi
200 gr smjör
330 gr hveiti
2 tsk matarsóti
½ tsk flögusalt
3 stk egg

Krem
150 gr smjör við sofuhita
3 bollar flórsykur
150 gr Góu súkkulaðikúlur
½ bolli rjómi
1 tsk vanilludropar

Glaze
½ dl rjómi
2 dl púðursykur
3-4 msk aprikósu sulta

Aðferð

Botnar
Brúnið sykurinn í potti og bætið útí ½ bolla rjóma plús vatni og vanillu og hrærið þar til blandan er kékkjalaus og látið standa í ca 15 mín. Hellið ½ bolla rjóma í pott og 150gr af Góukúlunum út í og bræðið saman þar til kekkjalaust og takið til hliðar.

Hrærið smjörið og bætið út í sykurblöndunni og skafið niður hliðar og hrærið saman því næst bæta við eggunum og og þurrefnunum og síðast kúlumassanum og hrærið þar til deygið er létt.

Bakið í 3 smurðum formum ca 24 cm á 170 gráðum miðað við að ofninn sé orðinn heitur og bakið í ca 15 til 20 mínútur og kælið botnana.

Krem
Hrærið saman smjöri og flórsykri þar til það verður létt og bætið svo út í kúlumassa og vanillu kúlumassinn má alveg vera volgur ég setti kremið inn í ískáp á meðan ég var að glaze botnana og hrærði það svo upp aftur og bætti þá útí ca matskeið af vel volgu vatni.

Glaze
Rjómi og púðursykur soðið saman og Aprikósusultunni bætt útí.

Botnar penslaðir með glaze og og kremið sett á með mikilli ást.

Hún er góð en enn betri á öðrum og þriðja degi.

Auglýsingapláss

Verði ykkur að góðu.

Fylgist með á instagram hér.

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið