Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kanturinn breytist í Fish House
Veitingastaðurinn Kanturinn í Grindavík hætti rekstri nú í sumar og við tóku nýir eigendur sem hafa tekið staðinn í gegn og skírt hann upp að nýju með nafninu Fish House.
Sjávarréttarstaðurinn er í svipuðum gír og Kanturinn með lifandi tónlist á laugardögum þar sem trúbadorar og DJ spila.
Eigendur eru Kári Guðmundsson, Alma S. Guðmundsdóttir og Arnar Geir sonur þeirra.
Boðið er upp á veglegan matseðil sem inniheldur pönnusteikta bleikju með möndlum og rækjum (3800 kr.), 300 gr. humar ásamt salati og brauði (6500 kr.), grillaðar kótilettur með vöfflukartöflum (3400 kr.), grilluð lambasteik og humarhalar ásamt vöfflukartöflum (5850 kr.) svo fátt eitt sé nefnt.
Að auki er grillseðill þar sem hægt er að panta kjúklingasalat (2150 kr.), hamborgara (frá 1650 kr. til 2350 kr.) samloku (1500 kr.), barnamatseðil (950 kr. til 1000 kr.) ofl.
Mynd: google kort
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






