Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kanturinn breytist í Fish House
Veitingastaðurinn Kanturinn í Grindavík hætti rekstri nú í sumar og við tóku nýir eigendur sem hafa tekið staðinn í gegn og skírt hann upp að nýju með nafninu Fish House.
Sjávarréttarstaðurinn er í svipuðum gír og Kanturinn með lifandi tónlist á laugardögum þar sem trúbadorar og DJ spila.
Eigendur eru Kári Guðmundsson, Alma S. Guðmundsdóttir og Arnar Geir sonur þeirra.
Boðið er upp á veglegan matseðil sem inniheldur pönnusteikta bleikju með möndlum og rækjum (3800 kr.), 300 gr. humar ásamt salati og brauði (6500 kr.), grillaðar kótilettur með vöfflukartöflum (3400 kr.), grilluð lambasteik og humarhalar ásamt vöfflukartöflum (5850 kr.) svo fátt eitt sé nefnt.
Að auki er grillseðill þar sem hægt er að panta kjúklingasalat (2150 kr.), hamborgara (frá 1650 kr. til 2350 kr.) samloku (1500 kr.), barnamatseðil (950 kr. til 1000 kr.) ofl.
Mynd: google kort
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






