Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kanturinn breytist í Fish House
Veitingastaðurinn Kanturinn í Grindavík hætti rekstri nú í sumar og við tóku nýir eigendur sem hafa tekið staðinn í gegn og skírt hann upp að nýju með nafninu Fish House.
Sjávarréttarstaðurinn er í svipuðum gír og Kanturinn með lifandi tónlist á laugardögum þar sem trúbadorar og DJ spila.
Eigendur eru Kári Guðmundsson, Alma S. Guðmundsdóttir og Arnar Geir sonur þeirra.
Boðið er upp á veglegan matseðil sem inniheldur pönnusteikta bleikju með möndlum og rækjum (3800 kr.), 300 gr. humar ásamt salati og brauði (6500 kr.), grillaðar kótilettur með vöfflukartöflum (3400 kr.), grilluð lambasteik og humarhalar ásamt vöfflukartöflum (5850 kr.) svo fátt eitt sé nefnt.
Að auki er grillseðill þar sem hægt er að panta kjúklingasalat (2150 kr.), hamborgara (frá 1650 kr. til 2350 kr.) samloku (1500 kr.), barnamatseðil (950 kr. til 1000 kr.) ofl.
Mynd: google kort

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.