Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kampavíns og freyðivínsbarinn Trúnó opnar á Hlemmi Mathöll – Myndir
Í febrúar opnaði bleiki kampavíns og freyðivínsbarinn Trúnó með pomp og prakt og sló algjörlega í gegn á fyrsta degi. Trúnó freyðivínsbar er klárlega kærkomin viðbót sem eykur flóruna í matar- og veitingahúsamenningu borgarinnar.
Trúnó er staðsettur á Hlemmi Mathöll við hliðina á Fjárhúsinu og má með sanni segja að hann lífgi uppá matar- og drykkjaflóruna sem þar er í boði. Staðurinn Trúnó er skemmtilegar hannaður og bleika veggfóðrið vekur sérstaklega athygli gesta fyrir sínu fáguðu áferð og græni veggurinn.
„Mig langaði að hafa staðinn mikið bleikan, litríkan og hlýlegan. Trúnó átti upphaflega að opna í febrúar 2020, en það varð smá vesen því frestuðum við því að opna staðinn.
Hugmyndin kemur frá London þegar ég sat við ánna Thames og var að drekka freyðivín og fá mér blinis og ég hugsaði afhverju það væri ekki til svona hlýr og notalegur staður hérna heima.
Með hækkandi sól og freyðivín í hjarta þá ákváðum að láta vaða og opna Trúnó þar sem að vinahópar gætum komið og notið lífsins.“
Segir Herborg Svana um staðinn.
Staðurinn hentar öllum, verðið á glasi er frá 990 kr. og uppúr. Það er líka hægt að panta létta rétti með, sem henta vel ef vinir/vinkonur vilja hittast og fá sér eitt freyðivínsglas og fara á Trúnó.
Má þar nefna að staðurinn býður upp á sjávarréttasúpu og fjölbreytt úrval af blinis, t.d. með silung og kavíar.
Meðfylgjandi myndir tók Sigtryggur Ari, Pétur Ragnar Pétursson og aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn