Frétt
Kaka ársins afhent forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur
![Kaka ársins 2018](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/kaka-arsins-2018-1024x683.jpg)
Frá afhendingu kökunnar í Bernhöftsbakaríi, talið frá vinstri: Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jóhannes Felixson, formaður LABAK, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins og eigandi Bernhöftsbakarís.
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins frá formanni Landssambands bakarameistara, Jóhannesi Felixsyni, höfundi kökunnar, Sigurði Má Guðjónssyni, og framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, Sigurði Hannessyni, í Bernhöftsbakaríi í morgun.
Landssamband bakarameistara, LABAK, efndi nýlega til árlegrar keppni um Köku ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins. Keppnin var haldin í samstarfi við sælgætisgerðina Kólus og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi Sambó Þrist. Sigurkakan hlýtur nafnbótina „Kaka ársins 2018“ og er höfundur hennar Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís.
Dómarar í keppninni voru Jóhanna Vigdís Arnardóttir frá Samtökum iðnaðarins, Gunnlaugur Örn Valsson, bakari og kökugerðarmaður, og Snorri Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Kólus.
Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna LABAK um allt land fimmtudaginn 15. febrúar og verður til sölu það sem eftir er ársins.
Mynd
Frá afhendingu kökunnar í Bernhöftsbakaríi, talið frá vinstri: Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jóhannes Felixson, formaður LABAK, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins og eigandi Bernhöftsbakarís.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita