Frétt
Kaka ársins á leið til Flórída
Henrý Þór Reynisson, bakari, sigraði keppnina um Köku ársins hjá Landsambandi Bakarameistara en keppnin var haldin í Hótel og matvælaskólanum. Kaka ársins ber heitið Tonka súkkulaðidraumur og inniheldur hún súkkulaðisvampbotn, súkkulaðimús með tonkabragði (krydd sem fer vel með súkkulaði), karamellumöndlum og súkkulaðikremi.
Kakan verður til sölu í bakaríum félagsmanna LABAK um land allt, og út árið 2007.
Dómarar voru þau Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK, Anna Sigríður Ólafsdóttir, lektor í næringarfræði við KÍ og Ingvar Guðmundsson matsveinn og innkaupastjóri Hótel- og matvælaskólans.
Henrý er nýkomin heim eftir að hafa verið konditor í Harrods í London í tvö ár. Henry er kominn af bakaraætt og starfar hjá Reyni bakara, ásamt föður sínum og bróður, en hann staldrar ekki lengi hér á Fróni, því að hann kemur til með að fara með Köku ársins til Flórída á næstunni, en hann er einmitt að fara opna bakarí.
Aðrir sem koma að bakaríinu eru Patricia M. Bono og Jónína Pálsdóttir, Guðjón Jónsson ásamt föður sínum Reyni bakara í Kópavogi og bróður sínum Þorleifi. Einnig kemur Hákon Már matreiðslusnillingur og Bocuse d´Or kandítat 2001 til með að aðstoða þau í byrjun, en bakaríið verður staðsett í Clemont, sem er borg rétt norðaustan við Orlando.
Henrý var í viðtali í morgunþættinum Ísland í bítið, smellið hér til að horfa á viðtalið.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF