Frétt
Kaka ársins 2008
Búið er að velja Köku ársins 2008. Jón Karl Stefánsson hjá Bæjarbakaríi í Hafnarfirði bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins sem Landssamband bakarameistara efnir árlega til. Í tilefni af konudeginum hefst sala á kökunni í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um næstu helgi.
Landssamband bakarameistara efndi nýlega til árlegrar keppni um Köku ársins 2008. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins, samkvæmt tilkynningu.
Sigurkakan er samsett úr súkkulaðibotnum, hnetubotni, hvítri súkkulaðimús með kaffikeim og hjúpuð með hvítu súkkulaði. Höfundur hennar er Jón Karl Stefánsson hjá Bæjarbakaríi í Hafnarfirði.
Dómarar í keppninni voru Rakel Pálsdóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins, Dagmar Sigurðardóttir, bókari hjá Samtökum iðnaðarins og Albert Eiríksson, matgæðingur.
Mynd: bakstur.is | Texti: Mbl.is | sverrirthorh@simnet.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni5 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni