Frétt
Kaka ársins 2008
Búið er að velja Köku ársins 2008. Jón Karl Stefánsson hjá Bæjarbakaríi í Hafnarfirði bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins sem Landssamband bakarameistara efnir árlega til. Í tilefni af konudeginum hefst sala á kökunni í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um næstu helgi.
Landssamband bakarameistara efndi nýlega til árlegrar keppni um Köku ársins 2008. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins, samkvæmt tilkynningu.
Sigurkakan er samsett úr súkkulaðibotnum, hnetubotni, hvítri súkkulaðimús með kaffikeim og hjúpuð með hvítu súkkulaði. Höfundur hennar er Jón Karl Stefánsson hjá Bæjarbakaríi í Hafnarfirði.
Dómarar í keppninni voru Rakel Pálsdóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins, Dagmar Sigurðardóttir, bókari hjá Samtökum iðnaðarins og Albert Eiríksson, matgæðingur.
Mynd: bakstur.is | Texti: Mbl.is | [email protected]

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar