Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kaffihús opnar á Siglufirði – Hrólfur: „Við ætlum að byrja þetta rólega, s.s. ætlum ekki að sigra heiminn strax.“ – Myndir

Birting:

þann

Kaffihús opnar á Siglufirði

Nýtt kaffihús hefur opnað í sama húsnæði og barinn Kveldúlfur sem staðsettur er við hliðina á rakarastofunni, Hrímnir Hár og Skegg við Suðurgötu 10 á Siglufirði. Eigendur eru hjónin Jón Hrólfur Baldursson og Ólöf Kristín Daníelsdóttir.

Formleg opnun var á kosningadaginn sjálfan, laugardaginn 1. júní.  Stefnt er að því að hafa opnunartímann frá 14:00 til 17:30 (jafnvel lengur ef þörf krefur) frá miðvikudegi til laugardags og sunnudagar eru til skoðunar.

„Við tókum ákvörðun strax að hafa þetta í sínu allra einfaldasta formi.“

Sagði Hrólfur í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um matseðilinn.

Kaffihús opnar á Siglufirði

„Við verðum með Belgískar vöfflur, eina sort af sætabrauði, nokkrar tegundir af kúluís og tvær týpur af panini. Svo að sjálfsögðu kaffidrykki og barinn verður á sínum stað.

Ég vil nota tækifærið hér til að þakka henni Fríðu í Súkkulaðikaffihúsi Fridu dásamlega fyrir hjálpina og ráðleggingarnar.“

Hvers vegna að opna kaffihús?

„Við erum búin að vera í smá tilvistarkreppu með barinn hjá okkur í dálítinn tíma.

Eins og allir sem eru í smáfyrirtækjageiranum vita kannski þá er rekstrarumhverfið að verða allt að því vonlaust og við ákváðum að hætta týpískum barrekstri í október í fyrra þó svo að við höfum tekið annað slagið á móti hópum í vetur og eins er alltaf hægt að fá drykk í rakarastólinn.“

Sagði Hrólfur og bætir við:

„En við tímum ekki að tæma salinn og taka niður barinn því við höfum trú á því að við getum látið barinn og kaffihús ganga í einhverju formi yfir sumarið og með miklum takmörkunum á opnunartíma yfir vetrartímann.

Eiginlega strax eftir verslunarmannahelgi þarf að huga að því að hægja á.“

Þau hjónin fengu elstu dóttur sína til liðs með þeim með hugmyndir um kaffihúsapælinguna. Hún kemur til með að sjá um reksturinn, með leiðsögn foreldra, og að læra inn á þetta og skoða rekstur fyrirtækis frá fleiri hliðum en að þiggja bara laun fyrir vinnu.

Hún fær að fylgjast með innkomu og innkaupum og rekstrarkostnaði fyrirtækis og mun læra af þessu í leiðinni.

Auglýsingapláss

„Hún verður verkstjórinn.“

Sagði Hrólfur hress að lokum.

Kaffihús opnar á Siglufirði

Fréttamaður veitingageirans kíkti á kaffihúsið í panini og vöfflur á sjálfan kosningadaginn og var fullt út að dyrum, setið á öllum borðum.

Kaffihús opnar á Siglufirði

Panini

Vel útilátið panini, grillað með skinku, osti, pestó og mozzarellaosti og val á hvítlauks-, eða sinnepssósu.

Skemmtileg twist, en með panini voru bornar fram strákartöflur, þessar klassísku Piknik kartöflur, geggjað gott.

Kaffihús opnar á Siglufirði

Belgísk vaffla

Vafflan virkilega góð, ekta belgísk vaffla, hindberjasulta (var hægt að velja nokkrar tegundir af sultum) og þeyttur rjómi.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið