Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kænan í Hafnarfirði dafnar og dafnar
Einn föstudaginn, núna nýlega hittumst við ég og ritstjórinn og tókum hús á honum Jonna sem á og rekur veitingastaðinn Kænuna á Óseyrarbraut í Hafnarfirði.
Áhersla staðarins er heimilislegur matur og þjóðlegt kaffibrauð og er við rákum inn nefið var eftirfarandi matseðill í gangi:
Paprikusúpa
Lambakótilettur í raspi með steiktum kartöflum og sósu
Saltfiskur með kartöflum og smjöri eða hamsatólg
Royalbúðingur að hætti Kænunnar
Við ákváðum að fá okkur fyrst Paprikusúpuna og var hún alveg til fyrirmyndar.
Svo fórum við báðir í kótilettur í raspi með steiktum kartöflum og við fengum feiti með ekki sósu, svo var farið á meðlætisbarinn og fengið sér grænar baunir, rauðkál, rabbabarasultu og hrásalat, en ritstjórinn fékk sér annað með eins og sést á meðfylgjandi mynd. Kótiletturnar voru svakalega góðar, stökkar að utan og lúnamjúkar inní og var þetta bara hin besta máltíð.
Svo var komið að sjaldséðum eftirrétti en það var Royal búðingur með þeyttum rjóma og minnir mig að Kænan sé eini veitingastaðurinn á landinu sem býður reglulega upp á Royalbúðing og er það vel. Búðingurinn smakkaðist eins og ávallt góður og var flottur endir á heimilislegan hádegisverð að hætti Kænunnar.
Myndir: Smári
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt