Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kænan í Hafnarfirði dafnar og dafnar
Einn föstudaginn, núna nýlega hittumst við ég og ritstjórinn og tókum hús á honum Jonna sem á og rekur veitingastaðinn Kænuna á Óseyrarbraut í Hafnarfirði.
Áhersla staðarins er heimilislegur matur og þjóðlegt kaffibrauð og er við rákum inn nefið var eftirfarandi matseðill í gangi:
Paprikusúpa
Lambakótilettur í raspi með steiktum kartöflum og sósu
Saltfiskur með kartöflum og smjöri eða hamsatólg
Royalbúðingur að hætti Kænunnar
Við ákváðum að fá okkur fyrst Paprikusúpuna og var hún alveg til fyrirmyndar.
Svo fórum við báðir í kótilettur í raspi með steiktum kartöflum og við fengum feiti með ekki sósu, svo var farið á meðlætisbarinn og fengið sér grænar baunir, rauðkál, rabbabarasultu og hrásalat, en ritstjórinn fékk sér annað með eins og sést á meðfylgjandi mynd. Kótiletturnar voru svakalega góðar, stökkar að utan og lúnamjúkar inní og var þetta bara hin besta máltíð.
Svo var komið að sjaldséðum eftirrétti en það var Royal búðingur með þeyttum rjóma og minnir mig að Kænan sé eini veitingastaðurinn á landinu sem býður reglulega upp á Royalbúðing og er það vel. Búðingurinn smakkaðist eins og ávallt góður og var flottur endir á heimilislegan hádegisverð að hætti Kænunnar.
Myndir: Smári
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024