Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kænan í Hafnarfirði dafnar og dafnar
Einn föstudaginn, núna nýlega hittumst við ég og ritstjórinn og tókum hús á honum Jonna sem á og rekur veitingastaðinn Kænuna á Óseyrarbraut í Hafnarfirði.
Áhersla staðarins er heimilislegur matur og þjóðlegt kaffibrauð og er við rákum inn nefið var eftirfarandi matseðill í gangi:
Paprikusúpa
Lambakótilettur í raspi með steiktum kartöflum og sósu
Saltfiskur með kartöflum og smjöri eða hamsatólg
Royalbúðingur að hætti Kænunnar
Við ákváðum að fá okkur fyrst Paprikusúpuna og var hún alveg til fyrirmyndar.
Svo fórum við báðir í kótilettur í raspi með steiktum kartöflum og við fengum feiti með ekki sósu, svo var farið á meðlætisbarinn og fengið sér grænar baunir, rauðkál, rabbabarasultu og hrásalat, en ritstjórinn fékk sér annað með eins og sést á meðfylgjandi mynd. Kótiletturnar voru svakalega góðar, stökkar að utan og lúnamjúkar inní og var þetta bara hin besta máltíð.
Svo var komið að sjaldséðum eftirrétti en það var Royal búðingur með þeyttum rjóma og minnir mig að Kænan sé eini veitingastaðurinn á landinu sem býður reglulega upp á Royalbúðing og er það vel. Búðingurinn smakkaðist eins og ávallt góður og var flottur endir á heimilislegan hádegisverð að hætti Kænunnar.
Myndir: Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta