Frétt
Kælivörur fluttar í miklum hita til kaupanda – Matvælaöryggi er ógnað
Kælikeðjan, er eftirlitsverkefnin heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna og Matvælastofnunar.
Eftirlitsverkefni heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna og Matvælastofnunar er liður í að samræma matvælaeftirlit í landinu. Á árinu 2021 var sjónum sérstaklega beint að kælingu matvæla við flutning milli landshluta.
Sjá einnig: Eftirlitsmenn heimsækja þá sem senda frá sér og taka á móti matvælum
Spurningar voru lagðar fyrir þá sem flytja eða taka á móti kæli- eða frystivöru og sendir voru hitasíritar með vörum frá framleiðanda til kaupanda.
Á meðfylgjandi mynd hér að neðan er hluti hitaferils vöru, sem var merkt kælivara 4°C, var í rúma fjóra sólarhringa á leiðinni til kaupanda. Í þessar 22 klukkustundir, þar sem meðalhitinn var 18°C, mun varan hafa verið stödd á lager þar sem hún beið áframhaldandi flutnings.
Niðurstöður úr síritum gefa til kynna að misvel gangi að halda réttu og stöðugu hitastigi við flutning matvæla. Afleiðingin getur orðið sú að gæði vörunnar rýrni og áætlað geymsluþol standist ekki auk þess sem matvælaöryggi er ógnað.
Samantekt verkefnisins er að finna hér og eins á vef Matvælastofnunar.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið