Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Jómfrúin opnar á Keflavíkurflugvelli

Birting:

þann

Jómfrúin opnar á Keflavíkurflugvelli

Jómfrúin á Keflavíkurflugvelli

Vinsæli veitingastaðurinn Jómfrúin hefur fært út kvíarnar og nú opnað einnig á Keflavíkurflugvelli. Margir þekkja Jómfrúnna úr miðborg Reykjavíkur þar sem staðurinn hefur verið rekinn óslitið í 25 ár. Nú hefur staðurinn bæst við veitingaflóruna á flugvellinum og ferðalangar geta fengið sér ekta danskt smurbrauð fyrir flugið.

Á Jómfrúnni er hægt að setjast niður á huggulegan stað sem svipar til móðurstaðarins í Reykjavík og njóta veitinga. Jómfrúin býður farþegum upp á fjölbreyttan matseðil, blandaðan íslenskri og skandinavískri matargerð. Á matseðli er ekta danskt smurbrauð, úrval af bjór, snöpsum og fleira til. Eins og þörf er á flugvöllum verður líka hægt að fá fljótlegri kosti og grípa með sér tilbúið smubrauð á leið í flug.

Jómfrúin á Keflavíkurflugvelli er í eigu SSP sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri veitingastaða á flugvöllum og rekur yfir 2.500 staði víða um heim. Jómfrúin á flugvellinum verður engu að síður sama góða Jómfrúin og við þekkjum.

„Við hjá Jómfrúnni erum mjög ánægð með þetta samstarf við SSP, þau hafa mikla reynslu af rekstri á alþjóðaflugvöllum á Norðurlöndum og víðar.

Okkar markmið er að fanga sömu stemningu og ríkt hefur á Jómfrúnni í Lækjagötu í áratugi, við hlökkum mikið til að taka þátt í framtíðarþróun Keflavíkurflugvallar,“

segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar í tilkynningu.

Mynd: Isavia.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið