Vertu memm

Uppskriftir

Jólavefur Júlla – Jólabakstur, matarsíða áhugamannsins omfl.

Birting:

þann

Fiskidagurinn mikli - Matarveislan mikla á Dalvík

Júlíus Júlíusson

Árið 1999 setti Dalvíkingurinn Júlíus Júlíusson upp vef sem var með fyrstu einstaklingsvefum landsins. Byrjaði fyrst sem átthagavefur m.a. til að halda til haga heimildum, sögum eða frásögnum frá fólki í Dalvíkurbyggð, jafnt búandi sem brottfluttum. M.a. efnis var Dalvíkurskjálftinn, Bakkabræður úr Svarfaðardal, Jóhann Svarfdælingur, Veðurklúbburinn og fleira.

„Einnig fór ég að halda til haga merkilegum áralöngum jólahefðum úr byggðarlaginu sem endaði í afar vinsælum Jólavef þar sem hægt var að finna nánast allt um jólin.“

Segir Júlíus og bætir við að jólavefur Júlla var og hefur verið stærsti og vinsælasti jólavefur landsins um árabil.

Vegna úrelts kerfis sem vefurinn var gerður í í upphafi og mikils kostnaðar við flutning og uppfærslu hefur Júlíus ekki getað uppfært vefinn í mörg ár.

Vefurinn var samt alltaf ofarlega í huga Júlíusar og löngunin mikil til þess að útvíkka hann og gera jólaefni og öðru meiri og betri skil. Fljótt skipast veður í lofti, Vinna Júlíusar til 23 ára var lögð niður nú á haustdögum, þar er vísað til starfa hans fyrir Fiskidaginn mikla.

Sjá einnig: Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til

Júlíus ákvað að stökkva út í djúpu laugina og hjóla í verkefnið, hugsa bara um kostnaðinn síðar. Þar sem að jólin eru á næsta leyti ákvað hann að opna vefinn á þessum tímapunkti og annað efni kæmi svo bara inn jafnt og þétt. Nú er fyrsti kaflinn orðinn að veruleika, mikið af jafnt jóla sem öðru efni er í vinnslu.

En hér er lifandi magasínvefur sem verður uppfærður reglulega orðinn að veruleika. www.julli.is.

„Vefurinn er öllum opinn – Njótið vel með heitu súkkulaði, rjóma og piparkökum“

segir Júlíus að lokum.

Með fylgir ein uppskrift frá Jólavef Júlla:

Steinbítskinnar á Ritz púða

Steinbítskinnar á Ritz púða

700 gr steinbítskinnar
1 pk Ritz kex
1 krukka tomato & mascarpone frá Sacla
½ krydd havarti ostur,rifinn
graslaukur
salt

Kryddlögur.
2 msk milt karrý
2 msk sojasósa, Kikkoman
4 hvítlauksgeirar
2 cm engifer
olía

Aðferð:

Hráefnið í kryddleginum sett í matvinnsluvél.

Kinnarnar snyrtar og skornar í teninga og lagðar í kryddlöginn í 1 tíma. Bitarnir þerraðir, steiktir í smjöri á pönnu og hnífsoddi af  Maldon salti skvett á bitana á pönnunni. Ritz kexið og mascarpone krukkan sett í matvinnsluvél í stutta stund, hellt í pott ásamt stærsta hlutanum af havarti ostinum og hitað þar til að osturinn byrjar að bráðna. Kexjafningnum skipt á 4 diska og fisknum raðað á púðann, klippið graslaukinn og dreifið yfir ásamt því sem er eftir af ostinum. Gott er að hafa hvítlauksbrauðstangir með.

Það er hrein unun að vera með gott hráefni á borðinu hjá sér og tengja sig við það og búa til munngæti sem skiptir máli.

Mynd: Bjarni Eiríksson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið