Vertu memm

Keppni

Jólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis

Birting:

þann

Jólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis

Jólapúnsinn 2025 fór fram í Jólaportið og tókst viðburðurinn með eindæmum vel. Alls söfnuðust 200.000 krónur sem að þessu sinni renna til Sorgarmiðstöðin, sem veitir stuðning fólki í sorg og áföllum.

Veitingahús kepptu um titilinn besta jólapúnsið, bæði í áfengri og óáfengri útgáfu, og var úrvalið fjölbreytt þar sem barþjónar lögðu metnað í hráefnisval og framsetningu. Gestir gátu keypt drykkjarmiða á staðnum, þar sem einn miði jafngilti einum drykk, og sá veitingastaður sem safnaði flestum miðum stóð uppi sem sigurvegari.

Það var Ragnar Erluson á Lóla sem afgreiddi flesta drykki að þessu sinni. Fyrir vikið hlaut hann þann heiður að afhenda styrkinn fyrir hönd Barþjónaklúbburinn, sem stendur árlega að Jólapúnsinum.

Mynd: Ómar Vilhelmsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið