Uppskriftir
Jólaglögg
Jólaglögg
Innihald:
1 flaska rauðvín
6 cl. gin
5 negulnaglar
2 mildar karmommur
2 kanilstangir
1 dl. sykur
Aðferð:
Takið börkinn af hálfri appelsínu og skerið í mjög fína strimla. Mjög mikilvægt er að hvíti hluti barkarins fylgi ekki í glöggið.
Því næst tekurðu hnefafylli af afhýddum möndlum og rúsínum og hitar upp í víninu og bætir negulnum og kanilstöngunum við.
Passið að vínið sjóði ekki og bætið svo gininu við ásamt kardimommunum. Hitið í um fimm mínútur og bætið þá sykri og appelsínuberki við og hrærið.
Haldið heitu í örfáar mínútur til viðbótar og berið svo fram sjóðandi heitt með rúsínum og möndlum.
Athugið að þetta er bragðmikil uppskrift.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






