Vertu memm

Uppskriftir

Jólaglögg

Birting:

þann

Jólaglögg - Uppskrift

Jólaglögg

Innihald:

1 flaska rauðvín
6 cl. gin
5 negulnaglar
2 mildar karmommur
2 kanilstangir
1 dl. sykur

Aðferð:

Takið börkinn af hálfri appelsínu og skerið í mjög fína strimla. Mjög mikilvægt er að hvíti hluti barkarins fylgi ekki í glöggið.

Því næst tekurðu hnefafylli af afhýddum möndlum og rúsínum og hitar upp í víninu og bætir negulnum og kanilstöngunum við.

Passið að vínið sjóði ekki og bætið svo gininu við ásamt kardimommunum. Hitið í um fimm mínútur og bætið þá sykri og appelsínuberki við og hrærið.

Haldið heitu í örfáar mínútur til viðbótar og berið svo fram sjóðandi heitt með rúsínum og möndlum.

Athugið að þetta er bragðmikil uppskrift.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið