Markaðurinn
Jólagleðin er gengin í garð hjá Hafinu fiskverslun
Okkar heimalagaði graflax er kominn í hilluna hjá okkur sem og graflaxsósan.
Við látum reykja fyrir okkur sérstaklega sérvalin laxaflök og lögum sósur sem eiga að henta vel með honum.
Stóri XXL Humarinn er á sínum stað og er algjörlega ómissandi yfir hátíðarnar.
Humarsúpa Hafsins sérlöguð af matreiðslumeistaranum okkar er á sínum stað.
Svo verðum við að sjálfsögðu með skötu og meðlæti með henni þegar líða fer að jólum.
Við verðum með smakk í öllum verslunum okkar fram að jólum þannig að komdu við hjá okkur, smakkaðu og sjáðu úrvalið með eigin augum.
Við erum með verslanir á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu:
-Hlíðasmára 8 / 201 Kópavogi
-Spönginni 13 / 112 Reykjavík
-Skipholti 70 / 105 Reykjavík
Við getum svo að sjálfsögðu útvegað allar þessar vörur og meira til fyrir veitingastaði og fyrirtæki stór og smá.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars