Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jennifer Le Nechet fyrsta konan til að vinna World Class barþjónakeppnina | Andri stóð sig frábærlega vel
Nú í vikunni fór fram World Class barþjónakeppnin í Miami þar sem Andri Davíð Pétursson keppti fyrir hönd Íslands og stóð sig frábærlega vel.
Skrunið niður til að horfa á vídeó.
Nærri 10.000 barþjónar frá öllum heimshornum kepptu og voru aðeins 56 barþjónar valdnir sem kepptu í Miami.
Sjá einnig: Andri Davíð keppir í stærstu barþjónakeppni heims
Það var stíft prógram hjá Andra í Miami, en keppendur þurftu að fara í gegnum flóknar og erfiðar þrautir til að komast áfram, en fyrst komust 12 þjóðir áfram, síðan 6 í lokakeppnina.
Því miður komst Andri ekki áfram, en engu að síður frábær árangur.
Þau 12 lönd sem komust áfram og kepptu í undanúrslitum voru:
- Belgía
- Kanada
- Tékkland
- Danmörk
- Frakkland
- Bretland
- Mexíkó
- Japan
- Holland
- Spánn
- Svíþjóð
- Taiwan
Löndin sem kepptu til úrslita voru:
- Belgía
- Tékkland
- Danmörk
- Frakkland
- Japan
- Taiwan
Það var Jennifer Le Nechet frá Frakklandi sem sigraði mótið og er hún jafnframt fyrsta konan til að vinna World Class barþjónakeppnina.
Hvernig fannst þér öll umgjörðin á keppninni?
Umgjörðin á keppninni er ein sú flottasta sem ég hef séð á ævinni! Fagmenn í öllum stöðum, hvort sem það sé manneskjan sem fylgir þér á milli þrauta eða manneskjan sem dæmir. 5 stjörnu hótel á besta stað á South Beach Miami.
, sagði Andri í samtali við veitingageirinn.is
Ef þú lítur til baka, hvað hefði mátt fara betur hjá þér í keppninni?
Vissulega vöru tæknileg atriði sem ég hefði geta gert betur sem telur upp í heildarstigin. En heilt yfir er ég rosalega ánægður með eigin frammistöðu. Við Hlynur Björnsson Brand Ambassador hjá Ölgerðinni settum okkur það markmið að vekja athygli og við náðum því markmiði fullkomlega.
Það eru rosalega margir sem skipta máli í þessum geira, að tala um Íslenska gæjann hérna úti. Þátttöku minni í keppninni er langt í frá lokið því nú verður lögð áhersla á að stækka „networkið“ og kynnast fleirum snillingum.
Hefur þú hug á því að keppa í næsta World class?
Skráning í World Class á Íslandi hefst strax eftir að ég og Hlynur komum heim. Ég mun ekki taka þátt í þetta skiptið allavega. Ætla ekki að útiloka neitt með framtíðina. Það fer svakalegur tími í að undirbúa sig fyrir þessa keppni og það var á mörgum sviðum mjög erfitt fyrir mann eins og mig með tvö lítil börn og konu. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fá yfir höfuð að snúa heim aftur til hennar Önnu minnar, hún sýndi mér ótrúlegan stuðning.
, sagði Andri að lokum. Við óskum Andra innilega til hamingju með stórkostlegan árangur.
Vídeó
Hér má sjá Andra keppa í einni þraut í World class á Miami:
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn28 minutes síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa