Markaðurinn
Japönsku gæðahnífarnir frá KAI fást hjá Ásbirni

Meðlimir kokkalandsliðsins buðu upp á girnilegt smakk á Miðnætursprengju Kringlunnar fimmtudaginn 2. maí síðastliðinn, þar sem KAI hnífarnir voru notaðir við undirbúning og hafðir til sýnis.
Japönsku KAI hnífarnir eru nú fáanlegir hjá heildsölu Ásbjarnar Ólafssonar en þeir eru framleiddir í Seki borgar í Japan sem hefur verið miðstöð framleiðslu Samúræjasverða og -hnífa í yfir 700 ár. KAI SHUN eru handsmíðaðir hnífar að japönskum sið og smíðaðir samkvæmt japönskum gæðakröfum með flókinni stálsmíðatækni.
Shun línan er framleidd úr ryðfríu Damascus stáli í 32 lögum, sem herðir hnífsblaðið í VG-MAX stál (61+-1HRC, 1,0% kolefni, 1,5% kóbalt) en það er verulega hert stálgerð með 61 stig á Rockwell skalanum. Það þýðir að hnífarnir eru mjög beittir og halda bitinu lengur.
Hnífsblaðið er kúpt og handslípað sem gerir hnífinn öruggari í notkun og eykur skerpu blaðsins sem sker í gegnum jafnvel hörðustu matvöru (þó ekki frosna vöru eða bein). Jöfn þyngd í hnífnum staðsetur hann vel í hendi og kemur fyrst og fremst í veg fyrir álagsmeiðsl hjá matreiðslufólki við langvarandi notkun.
Hönnun hnífanna er innblásin af hinum fornu samúræjasverðum sem voru framleidd í sömu verksmiðju þar sem bestu hugmyndir og aðferðir þess tíma eru nýttar við frekari framleiðslu hnífa á alþjóðlegum markaði.
Skaftið á SHUN hnífunum tekur mið af líkamsstöðu notandans en þó það hafi upphaflega verið þróað til notkunar í hægri hendi henta samt sem áður flestir grundvallarhnífar KAI SHUN fyrir örvhenta í dag. Skaftið er klætt kastaníuvið, eða pakkavið sem er þrýst upp að stálinu. Endanum er síðan lokað með stykki úr ryðfríu stáli.
Stálhnífurinn liggur í gegnum allt skaftið sem eykur tilfinninguna um fulla stjórn hjá notandanum meðan hnífurinn er í notkun. Klæddur pakkaviður er gegnheill og endingargóður. Viðurinn er unninn þannig að háum þrýstingi og hita er beitt til þess að skapa unninn við sem er sterkur, fallegur, stöðugur og veður- og rakavarinn.
Hver SHUN hnífur er einstakur og gerður úr besta fáanlega Damascus stáli. Lokaútkoman er vönduð vara þar sem hönnun, tækni og japanskt handverk eru í heiðri höfð.
Meðlimir kokkalandsliðsins buðu upp á girnilegt smakk á Miðnætursprengju Kringlunnar fimmtudaginn 2. maí síðastliðinn, þar sem KAI hnífarnir voru notaðir við undirbúning og hafðir til sýnis.
Á asbjorn.is má skoða breitt og mikið úrval KAI hnífa af öllum gerðum, hafðu samband við söludeild Ásbjarnar Ólafssonar ehf. og kynntu þér hvaða hnífar henta best fyrir þínar matreiðsluþarfir.

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan