Smári Valtýr Sæbjörnsson
„Já ég er kominn heim eftir 6-7 ára útlegð…. “ Ragnar snýr aftur heim á Grillið
Já ég er kominn heim eftir 6-7 ára útlegð
, sagði Ragnar Eiríksson matreiðslumaður í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um heimkomuna. Ragnar lærði fræðin sín á Hótel Sögu og eftir útskrift árið 2006 hóf hann strax störf á Grillinu á Sögu og var þar í tvö ár eða þar til hann flutti út árið 2008.
… en mér fannst á sínum tíma vera tímabært að fara utan og breyta um umhverfi og Danmörk varð fyrir valinu þar sem ég þekkti þar aðeins til. Á þessum tíma starfaði ég lengst af fyrir Paul Cunningham á The Paul í Kaupmannahöfn og á Henne Kirkeby kro sem sous chef. Auk þess vann ég til skamms tíma á Premissé (nú AOC) og Noma.
Vissulega er það mikið ævintýri að vinna á Michelin stöðum og mjög góður skóli þannig séð, þó að það hafi verið ákveðinn léttir þegar Paul ákvað að loka The Paul og fara vestur á Jótland í þá sveitasælu sem Henne Kirkeby er.
„… ég kem alltaf til með að sakna Henne Kirkeby“
Þar fengum við frelsi undan þeirri pressu sem stjörnukerfi Michelin hefur skapað og gátum farið að hugsa enn lengra út fyrir rammann og hætt að snúast í kringum fræðarfólk og fylgifiska þeirra. Henne Kirkeby kro er umkringd náttúru og hefur gríðarstóran garð þar sem við ræktuðum mest allt það grænmeti sem við notuðum. Oft má segja að garðurinn hafi í raun ráðið matseðlinum því það hráefni sem uppúr garðinum kom þurfti að snara á matseðil meðan það var í fullum blóma. Skógar og tún umhverfis krána gáfu einnig möguleika á sveppatínslu og annarri hráefna söfnun sem við notuðumst við. Þetta var sannkallaður drauma leikvöllur og ég verð að viðurkenna að ég kem alltaf til með að sakna staðarins.
Kominn á heimaslóðir
Ég flutti aftur heim núna í janúar þar sem kærastan er búin að búa hér og starfa í næstum 2 ár eftir að hafa lokið mastersnámi í Danmörku.
Ég hóf störf á Grillinu á Hótel Sögu nú í febrúar en þar starfaði ég áður en ég fór út svo það má kannski segja að ég hafi snúið aftur heim. En Paul kemur ásamt fríðu föruneyti á Food and Fun hátíðina til okkar uppí Grill núna í lok mánaðar og við endurtökum leikinn frá í fyrra.
Ljósmyndir: Ragnar Eiríksson, Þóra Björk Ágústsdóttir, Paul Cunningham.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla