Frétt
Ítalskir dagar á Einsa Kalda í Vestmannaeyjum
Michele Mancini (Mike), meistarakokkur frá Ítalíu mun sjá til þess að angan og bragð Toskanahéraðsins berist um veitingastaðinn Einsa kalda dagana 14., 15 og 16. mars n.k.
Mike er yfirkokkur á veitingastaðnum Enoteca L’olivo, en hann er staðsettur á hótel Stella Della Versilia, í Toskana héraði og er í eigu góðvinar hans Gianluca Buffon, markvarðarins snjalla.
Einsi og Mike ætla að byrja á að bjóða uppá pasta námskeið fimmtudaginn 14. mars.
Föstudaginn 15. mars og laugardaginn 16. mars verður síðan pop-up kvöldverður á Einsa kalda þar sem hefðbundnir ítalskir réttir verða í öndvegi, s.s. eins og gnocchi, osso bucco, carpacccio, lasagna o.fl.
Verðið fyrir kvöldverðinn er 8.900 kr.
Mynd: facebook / Einsi Kaldi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






