Frétt
Ítalskir dagar á Einsa Kalda í Vestmannaeyjum
Michele Mancini (Mike), meistarakokkur frá Ítalíu mun sjá til þess að angan og bragð Toskanahéraðsins berist um veitingastaðinn Einsa kalda dagana 14., 15 og 16. mars n.k.
Mike er yfirkokkur á veitingastaðnum Enoteca L’olivo, en hann er staðsettur á hótel Stella Della Versilia, í Toskana héraði og er í eigu góðvinar hans Gianluca Buffon, markvarðarins snjalla.
Einsi og Mike ætla að byrja á að bjóða uppá pasta námskeið fimmtudaginn 14. mars.
Föstudaginn 15. mars og laugardaginn 16. mars verður síðan pop-up kvöldverður á Einsa kalda þar sem hefðbundnir ítalskir réttir verða í öndvegi, s.s. eins og gnocchi, osso bucco, carpacccio, lasagna o.fl.
Verðið fyrir kvöldverðinn er 8.900 kr.
Mynd: facebook / Einsi Kaldi
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður