Sverrir Halldórsson
ISS hefur yfirtekið Kaffi Garð í Húsasmiðjunni
Það gerðist í vor sem leið, en ég hafði ekki spurnir af því fyrr en í nóvember, er þeir tóku að auglýsa jólahlaðborðið sem er árlegur hluti af jólaundirbúningi þeirra í Húsasmiðjunni.
Einn eftirmiðdag skaust ég og fékk mér að smakka.
Það sem var á borðinu voru 3 tegundir af síld, sjávarréttarljúfmeti, villibráðarterrine, köld Bayonneskinka , heit purusteik, tartalettur með hangikjöti, sykurbrúnaðar kartöflur, grænar baunir, rauðkál, heitt blandað grænmeti, brún sósa, eplasalat, rúgbrauð, flatkökur og smjör.
Í dessert var riz a la amande með kirsuberjasósu og piparkökur.
Verð per mann 1980 kr.
Síldin var afar góð, sama með terrinið, sjávarréttarljúfmeti var misheppnað, purusteikin og meðlæti gott, mér fannst þetta heita grænmeti óþarft.
Riz a la amande með þeim betri sem ég hef smakkað og fínar piparkökur.
Fyrir þetta verð eru þetta góð kaup og ef þeir laga þessa tvo hluti væri það orðið mjög spennandi.
Fór alveg þokkalega sáttur yfir í ljósaperudeildina til að kaupa perur og nýta ferðina.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu















