Sverrir Halldórsson
ISS hefur yfirtekið Kaffi Garð í Húsasmiðjunni
Það gerðist í vor sem leið, en ég hafði ekki spurnir af því fyrr en í nóvember, er þeir tóku að auglýsa jólahlaðborðið sem er árlegur hluti af jólaundirbúningi þeirra í Húsasmiðjunni.
Einn eftirmiðdag skaust ég og fékk mér að smakka.
Það sem var á borðinu voru 3 tegundir af síld, sjávarréttarljúfmeti, villibráðarterrine, köld Bayonneskinka , heit purusteik, tartalettur með hangikjöti, sykurbrúnaðar kartöflur, grænar baunir, rauðkál, heitt blandað grænmeti, brún sósa, eplasalat, rúgbrauð, flatkökur og smjör.
Í dessert var riz a la amande með kirsuberjasósu og piparkökur.
Verð per mann 1980 kr.
Síldin var afar góð, sama með terrinið, sjávarréttarljúfmeti var misheppnað, purusteikin og meðlæti gott, mér fannst þetta heita grænmeti óþarft.
Riz a la amande með þeim betri sem ég hef smakkað og fínar piparkökur.
Fyrir þetta verð eru þetta góð kaup og ef þeir laga þessa tvo hluti væri það orðið mjög spennandi.
Fór alveg þokkalega sáttur yfir í ljósaperudeildina til að kaupa perur og nýta ferðina.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux