Sverrir Halldórsson
ISS hefur yfirtekið Kaffi Garð í Húsasmiðjunni
Það gerðist í vor sem leið, en ég hafði ekki spurnir af því fyrr en í nóvember, er þeir tóku að auglýsa jólahlaðborðið sem er árlegur hluti af jólaundirbúningi þeirra í Húsasmiðjunni.
Einn eftirmiðdag skaust ég og fékk mér að smakka.
Það sem var á borðinu voru 3 tegundir af síld, sjávarréttarljúfmeti, villibráðarterrine, köld Bayonneskinka , heit purusteik, tartalettur með hangikjöti, sykurbrúnaðar kartöflur, grænar baunir, rauðkál, heitt blandað grænmeti, brún sósa, eplasalat, rúgbrauð, flatkökur og smjör.
Í dessert var riz a la amande með kirsuberjasósu og piparkökur.
Verð per mann 1980 kr.
Síldin var afar góð, sama með terrinið, sjávarréttarljúfmeti var misheppnað, purusteikin og meðlæti gott, mér fannst þetta heita grænmeti óþarft.
Riz a la amande með þeim betri sem ég hef smakkað og fínar piparkökur.
Fyrir þetta verð eru þetta góð kaup og ef þeir laga þessa tvo hluti væri það orðið mjög spennandi.
Fór alveg þokkalega sáttur yfir í ljósaperudeildina til að kaupa perur og nýta ferðina.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað















