Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Íslenskur yfirmatreiðslumaður og meðeigandi á nýjum veitingastað í Noregi
Í sumar opnaði brugghús-, og veitingastaður sem ber sama nafn og sveitabýlið Fæby í bænum Verdalsøra í Noregi.
Fæby-sveitabýlið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu Jørund H. Eggen frá árinu 1843, en hann og eiginkona hans Silje Lyngstad Eggen tóku við búinu fyrir fimm árum. Á Fæby er mikil kartöfluframleiðsla þar sem framleitt er um 1000 tonn á hverju ári.
Það hefur ávallt verið draumur hjá Fæby fjölskyldunni að endurnýja gamalt brugghús, sem nú er orðið að veruleika. Á Fæby er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir gesti þar sem hægt er að skoða brugghúsið, minjagripabúð, borða glæsilegan mat ásamt veislur og fundi sem tekur allt að 120 manns í sæti.
Yfirmatreiðslumaður Fæby er Hákon Bragi Valgeirsson, en hann er jafnramt meðeigandi. Hákon lærði fræðin sín á Grand Hótel í Reykjavík, útskrifaðist árið 2000 og frá meistaraskólanum árið 2002. Hákon var yfirkokkur á Grand Hótel á árunum 2002 – 2005.
Hákon flutti til Noregs árið 2005 og hefur starfað t.a.m. á Radisson Blu Royal Garden Hótelinu í Trondheim, veitingastaðnum Backlund, Stiklestad Hótelinu og síðast á veitingastaðnum Skalden í bænum Verdalsøra, áður en hann hóf störf á Fæby.
Mat-, bjór-, og vínseðill
Á Fæby er farin frekar óhefðbundin leið í matseðlagerð, en bjórinn er fyrst bruggaður og réttirnir eru síðan paraðir við bjórinn. Fæby brugghúsið framleiðir nokkrar tegundir af bjórum, sem eru:
Styggfin: þessi bjór er af árstíðabundnum toga. Léttur bjór með belgísku yfirbragði.
Ovlin dreng: er rúgbættur. Rúgurinn er notaður til að koma humlinum í jafnvægi við áferð og bragð. Bragðgóður matbjór en er einnig góður einn og sér.
Kvitjlabegg: er léttur humla bjór.
Kvardagsknipa: er sterkur humlabjór með miklum ilm og smá beiskju.
Matseðillinn er mismunandi eftir árstíð og allt hráefni er eins og áður segir unnið út frá bjórunum.
Fæby
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/watch/?v=850285038671266″ width=“700″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Myndir: facebook / Fæby

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun