Vertu memm

Frétt

Íslenskir kjötframleiðendur gætu tapað hátt í 2.000 milljónum á ári

Birting:

þann

Kjöt - Úrbeina - Kjötskurður - Kokkur - Matreiðslumaður

Samkvæmt útreikningum Deloitte má búast við að beint tekjutap íslenskra kjötframleiðenda geti numið nær tveimur milljörðum króna á ári ef heimilaður verður frjáls innflutningur á fersku nauta-, svína- og alifuglakjöti sem og eggjum og mjólk.

Þetta kemur fram á bbl.is en þar segir meðal annars að á meðan framleiðsla á kjötvörum mun verða af allt að 1.750 milljóna króna tekjum, þá mun eggjaframleiðslan skaðast um 50 milljónir en skaði mjólkurframleiðslu mun jafnast út að óbreyttu. Hins vegar er ekki greind hugsanleg afleidd áhrif þess ef leggja þyrfti niður ákveðin bú eða draga verulega úr umsvifum þeirra.

Þá eru heldur ekki greind hugsanleg áhrif mögulegs kostnaðar sem gæti komið til vegna dýrasjúkdóma sem kunna að berast til landsins vegna leyfðs innflutnings á fersku kjöti og ógerilsneyddri mjólk og eggjum, segir á bbl.is sem fjallar nánar um málið hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið