Frétt
Íslenskir kjötframleiðendur gætu tapað hátt í 2.000 milljónum á ári
Samkvæmt útreikningum Deloitte má búast við að beint tekjutap íslenskra kjötframleiðenda geti numið nær tveimur milljörðum króna á ári ef heimilaður verður frjáls innflutningur á fersku nauta-, svína- og alifuglakjöti sem og eggjum og mjólk.
Þetta kemur fram á bbl.is en þar segir meðal annars að á meðan framleiðsla á kjötvörum mun verða af allt að 1.750 milljóna króna tekjum, þá mun eggjaframleiðslan skaðast um 50 milljónir en skaði mjólkurframleiðslu mun jafnast út að óbreyttu. Hins vegar er ekki greind hugsanleg afleidd áhrif þess ef leggja þyrfti niður ákveðin bú eða draga verulega úr umsvifum þeirra.
Þá eru heldur ekki greind hugsanleg áhrif mögulegs kostnaðar sem gæti komið til vegna dýrasjúkdóma sem kunna að berast til landsins vegna leyfðs innflutnings á fersku kjöti og ógerilsneyddri mjólk og eggjum, segir á bbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s