Frétt
Íslenskir kjötframleiðendur gætu tapað hátt í 2.000 milljónum á ári
Samkvæmt útreikningum Deloitte má búast við að beint tekjutap íslenskra kjötframleiðenda geti numið nær tveimur milljörðum króna á ári ef heimilaður verður frjáls innflutningur á fersku nauta-, svína- og alifuglakjöti sem og eggjum og mjólk.
Þetta kemur fram á bbl.is en þar segir meðal annars að á meðan framleiðsla á kjötvörum mun verða af allt að 1.750 milljóna króna tekjum, þá mun eggjaframleiðslan skaðast um 50 milljónir en skaði mjólkurframleiðslu mun jafnast út að óbreyttu. Hins vegar er ekki greind hugsanleg afleidd áhrif þess ef leggja þyrfti niður ákveðin bú eða draga verulega úr umsvifum þeirra.
Þá eru heldur ekki greind hugsanleg áhrif mögulegs kostnaðar sem gæti komið til vegna dýrasjúkdóma sem kunna að berast til landsins vegna leyfðs innflutnings á fersku kjöti og ógerilsneyddri mjólk og eggjum, segir á bbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt5 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






