Food & fun
Íslenskir keppendur á matarhátíðinni Food & Fun í Finnlandi
Food & Fun hátíðin í Turku í Finnlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 5. til 9. október næstkomandi. Íslenskir keppendur verða á hátíðinni en þeir eru:
Steinar Sveinsson
Steinar Sveinsson yfirmatreiðslumaður Matar og Drykkjar verður gestakokkur á veitingastaðnum Daphne.
Ásgeir Már
Ásgeir Már Björnsson einn fremsti barþjónn okkar íslendinga, verður gestabarþjónn á veitingastaðnum Tårget. Ásgeir er einn af frumkvöðlum kokteilmenningar á Íslandi og er metnaðarfullur barþjónn, hefur staðið t.a.m. fyrir kokteilhátíðinni Reykjavík Bar Summit. Ásgeir kemur til með að vera barþjónn á nýja barnum í miðbæ Reykjavíkur Pablo Discobar en framkvæmdir standa yfir og styttist í að hann opnar. Pablo Discobar er staðsettur við Ingólfstorg í Veltusundi 1.

Árni Gunnarsson (heldur á flösku) á Íslandsmeistaramóti barþjóna árið 2014.
Mynd: Kristín Bogadóttir.
Árni Gunnarsson
Árni Gunnarsson framreiðslumaður verður á veitingastaðnum The Cow. Árni hefur tekið þátt í fjölmörgum kokteilkeppnum að auki verið dómari. Árni sigraði Íslandsmót barþjóna sem haldin var í febrúar s.l.
Axel Þorsteinsson
Axel Þorsteinsson bakari & konditor mun töfra fram eftirrétti á veitingastaðnum Gaggui Kaffela. Axel er í fullum undirbúningi fyrir nýja starfið en hann kemur til með að vera yfirbakari á Bouchon Bakery í Kúveit. Axel er mikill keppnismaður, lenti í öðru sæti í Eftirétt ársins 2014, 1. sæti í Eftirrétt ársins 2015, 1. sæti í keppninni Kahlúa kaka ársins 2016 og var Bakari ársins 2011.
Gísli Matthías Auðunsson
Það þarf vart að kynna Gísla Matthías Auðunsson matreiðslumeistara, eigandi tveimur af vinsælustu veitingastöðum landsins Matar og drykks í Reykjavík og Slippsins í Vestmannaeyjum. Metnaðarfullur matreiðslumaður sem er núna í fullum undirbúningi að setja upp kokteila- og bjórbarinn Skál sem staðsettur verður í Matarhöllinni á Hlemmi. Gísli verður gestakokkur á veitingastaðnum E. Ekblom.
Teitur Ridderman Schiöth
Teitur Ridderman Schiöth verður gestabarþjónn á Pinella Bar.
Teitur hefur margsinnis tekið þátt í kokteilkeppnum á Íslandi og sigraði til að mynda kokteilkeppni sem haldin var í Tjarnarbíói í byrjun sumars.
Leó Ólafsson & Ólöf Rún Sigurðardóttir
Leó Ólafsson og kærastan hans Ólöf Rún Sigurðardóttir verða á veitingastaðnum Tiirikkala. Leó starfar sem barþjónn hjá Matarkjallaranum og Ólöf sem þjónn í Bláa Lóninu. Leó hefur birt hér á veitingageirinn.is vandaðar og girnilegar uppskriftir sem vert er að prófa.
Heimasíða hátíðarinnar: www.foodandfunfinland.fi

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun