Viðtöl, örfréttir & frumraun
Íslenskir fagmenn svara spurningunni: Hvað minnir þig á jólin?
Nokkrir fagmenn úr veitingabransanum svara spurningunni: Hvað minnir þig á jólin? Sumir misskildu spurninguna og tengdu minninguna við starfið sitt sem gerir svörin bara enn skemmtilegri og fjölbreyttari fyrir vikið.
Eggert Jónsson, bakari og konditor:
„Smákökur, Skata og heitt súkkulaði með rjóma.“
Sindri Guðbrandur Sigurðsson, matreiðslumaður:
„Helsta minningin mín af jólunum eru biðin og spennan yfir því að fara að opna pakkana, maturinn var aldrei eitthvað sem ég var spenntastur fyrir. Ég og bræðrum mínum fannst taka óhemju langan tíma fyrir mömmu og pabba að ganga frá og vaska upp þau léku sér líklegast af því. Afi las oftast á pakkana og oftar en ekki þá rákum við á eftir honum ef hann var of hægur haha. En í dag er maður lang spenntastur fyrir matnum og hafa það rólegt.“
Bjarni Siguróli Jakobsson, matreiðslumaður:
„Jólin byrja ekki hjá mér fyrr en ég finn rjúpu-ilminn hvarvetna heima.“
Barði Páll Júlíusson, matreiðslumaður:
„Fyrsta er auðvitað þegar ég tek þennan eina klassíska dag einhvern tíman um mitt sumarið, þar sem ég spila jólalög allan daginn í vinnuni. Síðan þegar nær dregur að jólum, þá eru nokkrar myndir eins og Harry Potter, Die Hard og Lord of the Rings (því hún kom um jólin?) sem minna mig alltaf á jólin og horfi ég yfirleitt á þær yfir vetratímabilið til að auka löngunina í jólin.“
Jóhannes Geir Númason, kjötiðnaðarmaður:
„Það sem kom fyrst upp í hugann hjá mér er kóksoðinn hamborgarhryggurinn hans pabba (Númi Geirmundsson kjötiðnaðarmeisari). Ég er enn að stæla þennan hrygg í dag, allir í minni fjölskyldu elska hann og rjómalöguðu rauðvínssósuna úr soðinu, algjörlega ómissandi.“
Logi Brynjarsson, matreiðslumaður:
„Það er rosa margt, fyrir jól kemur einungis hugsun um hvað það verður mikið flot! Svo er það bakstur með fjölskyldunni og góður matur með engri sparsemi í hráefni. Ég kemst samt í mesta jólaskapið og afgreiða skötuna þó ég borði hana ekki sjálfur.“
Daníel Pétur Baldursson, matreiðslumaður:
„Það sem minnir mig á jólin er skammdegið, daginn tekur að stytta og maður fer að huga að jólaréttum á matseðli og jólahlaðborðin eru skipulögð. Börnin eru dugleg að minna mann á að það séu að koma jól og maður hefur skyldur heima fyrir líka, setja upp ljós og skreyta smá.“
Hjálmar Örn Erlingsson, matreiðslumaður:
„Rjúpur og kertaljós.“
Hafliði Halldórsson, matreiðslumaður:
„Það sem minnir mig á jólin eru sérstaklega matarhefðirnar, hjá mér og mínum eru það rjúpnaveiðar í nóvember og svo eldunin á rjúpu og meðlæti, þorláksmessuskatan sem þarf að vera ekta vestfirsk tindabykkja, hangikjötið og samveran með fólkinu mínu.“
Sigurjón Bragi Geirsson, matreiðslumaður:
„Það er klárlega Toblerone jólaísinn hjá Mömmu og fara á Þorláksmessu kvöld á laugaveginn að kaupa síðustu gjöfina fyrir jólin.“
Sævar Már Sveinsson, framreiðslumaður:
„Hjá mér er það að baka Lúsíubrauð og hlusta á Jólaplötuna með Svanhildi Jakobs. Sú hugsun ratar beint í bernskuna.“
Gunnlaugur P. Pálsson, framreiðslumaður:
„Hjá mér er það í lok september þegar ég geri grunnin að jólaglögginni sem þarf að liggja og marinerast í 2 mánuði. Blanda saman kanil, nelikkum, engifer og sultuðum appelsínu berki í lög af dökku rommi og cognac, þá kemur svona jólalykt og undirbúningur jólanna er hafinn.“
Magnús Ólafsson, matreiðslumaður:
„Brúna lagkakan hennar mömmu, allt á kafi í snjó, að fá í skóinn, ég var svo lengi eina barnabarnið og fékk hundrað pakka.“
Styrmir Bjarki Smárason, framreiðslumaður:
„Maturinn er held ég að sé á toppnum þarna. Þegar villibráðaréttirnir byrja að mæta á staðina og hvað hver og einn ætlar að gera. Svo er auðvitað árlega Jólabjóra smakkið yndislegt.“
Örn Erlingsson, matreiðslumaður:
„Það sem ég elska við jólin er að það er mikil vinna og aukavinna í boði á mörgum veitingastöðum og svo korter í jól kemst maður í jólagírinn með fjölskyldunni eftir öll lætin í desember.“
Jóhanna Húnfjörð, framreiðslumaður:
„Snjórinn finnst mér alltaf búa til jólin og svo er það jólamaturinn í góðri fjölskyldustemningu.
En sem mikið jólabarn get ég séð jólin í öllum hlutum í kringum mig þegar þau fara að nálgast.“
Ólafur Sveinn Guðmundsson, matreiðslumaður:
„Fyrir mér hafa jólin undanfarin ár verið langur og erfiður mánuður með löngum vöktum, sárum fótum og endalausum tímaskorti.“
Hilmar B. Jónsson, matreiðslumaður:
„Hamborgarhryggurinn og jólaljósin“
Rúnar Gíslason, matreiðslumaður:
„Ég segi að matarlega þá minnir grafinn lax og villigæs mig alltaf á jólin.“
Halldóra Guðjónsdóttir, framreiðslumaður:
„Ég elska jólin svo það er svo ótalmargt sem minnir mig á jólin.
En það sem minnir mig mest á jólin eru falleg jólaljós & snjór, jólatréið, heitt kakó, gott rauðvín og góður matur í faðmi fjölskyldunnar.“
Gleðileg jól kæru lesendur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast