Keppni
Íslenskir fagmenn keppa í Herning í Danmörku
Þann 27. mars næstkomandi mun hópur matreiðslu-, og framreiðslumanna halda til Herning í Danmörku og taka þátt í mörgum keppnum.
Allir þessir keppendur hafa að undanfarnar vikur verið að undirbúa sig og það er óhætt að segja að það sé komin spenna í hópinn.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson mun keppa um titilinn „Nordic Chef of the Year“ (NC). Sindri er meðlimur í Kokkalandsliðinu ásamt því að vera yfirkokkur á Héðinn restaurant.
Sveinn Steinsson, yfirkokkur hjá Eflu verkfræðistofu og meðlimur í Kokkalandsliðinu og Aþena Þöll Gunnarsdóttir hjá Fiskfélaginu, munu keppa um titilinn „Nordic Green Chef“. Þetta er ný keppni og verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur í keppninni.
Gabríel Kristinn Bjarnason mun keppa um titilinn „Nordic Young chef og the year“ (NC JR), en Gabríel er matreiðslumaður á Héðinn Restaurant ásamt því að vera í Kokkalandsliðinu.
Steinar Bjarnarson framreiðslumaður á Héðinn restaurant mun svo keppa um titilinn „Nordic Waiter og the Yaer“ (NW).
Auk keppenda fara út Hafliði Halldórsson dómari fyrir Íslands hönd, Ari Þór Gunnarsson þjálfari NC, Rúnar Pierre Heriveaux þjálfari NC JR og Sigurður Borgar Ólafsson þjálfari NW og ásamt aðstoðarfólki.
Samhliða allra keppna fer fram Norðurlandaþing matreiðslumanna (NKF) og fyrir hönd Íslands/KM fara þeir Þórir Erlingsson og Árni Þór Arnórsson.
Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með líkt og gert hefur verið í gegnum árin.
Mynd: KM Kokkafréttir

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum