Keppni
Íslenskir fagmenn keppa í Herning í Danmörku
Þann 27. mars næstkomandi mun hópur matreiðslu-, og framreiðslumanna halda til Herning í Danmörku og taka þátt í mörgum keppnum.
Allir þessir keppendur hafa að undanfarnar vikur verið að undirbúa sig og það er óhætt að segja að það sé komin spenna í hópinn.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson mun keppa um titilinn „Nordic Chef of the Year“ (NC). Sindri er meðlimur í Kokkalandsliðinu ásamt því að vera yfirkokkur á Héðinn restaurant.
Sveinn Steinsson, yfirkokkur hjá Eflu verkfræðistofu og meðlimur í Kokkalandsliðinu og Aþena Þöll Gunnarsdóttir hjá Fiskfélaginu, munu keppa um titilinn „Nordic Green Chef“. Þetta er ný keppni og verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur í keppninni.
Gabríel Kristinn Bjarnason mun keppa um titilinn „Nordic Young chef og the year“ (NC JR), en Gabríel er matreiðslumaður á Héðinn Restaurant ásamt því að vera í Kokkalandsliðinu.
Steinar Bjarnarson framreiðslumaður á Héðinn restaurant mun svo keppa um titilinn „Nordic Waiter og the Yaer“ (NW).
Auk keppenda fara út Hafliði Halldórsson dómari fyrir Íslands hönd, Ari Þór Gunnarsson þjálfari NC, Rúnar Pierre Heriveaux þjálfari NC JR og Sigurður Borgar Ólafsson þjálfari NW og ásamt aðstoðarfólki.
Samhliða allra keppna fer fram Norðurlandaþing matreiðslumanna (NKF) og fyrir hönd Íslands/KM fara þeir Þórir Erlingsson og Árni Þór Arnórsson.
Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með líkt og gert hefur verið í gegnum árin.
Mynd: KM Kokkafréttir
-
Bocuse d´Or16 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni22 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin






