Vertu memm

Keppni

FRESTAÐ – Íslandsmót iðn- og verkgreina – Mótið fer fram í mars og apríl 2022

Birting:

þann

Frá Íslandsmót iðn- og verkgreina 2019

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin dagana 16. – 18. mars 2023 í Laugardalshöll, en mótið átti að fara fram dagana 11. – 13. mars s.l. en var frestað í ljósi fjöldatakmarka í tengslum við Covid-19.

Framhaldsskólakynningin sem haldin er samhliða, er í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Á síðasta móti sem var haldið árið 2019 var keppt í 27 greinum og voru tvær sýningargreinar. 33 framhaldsskólar tóku þátt og tólf aðrir sýnendur.

Sjá einnig:

Úrslit í Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2019

Á Íslandsmótinu munu keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reyna á skipulagshæfileika og fagmennsku. Tilgangur keppna af þessu tagi er að vekja áhuga grunnskólanema og annarra á iðn- og verknámi með því að láta ungt fólk sýna handbrögð og tækni sinnar greinar. Áhorfendur munu einnig fá tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna í ýmsum greinum.

Fleiri fréttir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina hér.

Samsett mynd frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina / skillsiceland.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið