Keppni
FRESTAÐ – Íslandsmót iðn- og verkgreina – Mótið fer fram í mars og apríl 2022
Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin dagana 16. – 18. mars 2023 í Laugardalshöll, en mótið átti að fara fram dagana 11. – 13. mars s.l. en var frestað í ljósi fjöldatakmarka í tengslum við Covid-19.
Framhaldsskólakynningin sem haldin er samhliða, er í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Á síðasta móti sem var haldið árið 2019 var keppt í 27 greinum og voru tvær sýningargreinar. 33 framhaldsskólar tóku þátt og tólf aðrir sýnendur.
Sjá einnig:
Á Íslandsmótinu munu keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reyna á skipulagshæfileika og fagmennsku. Tilgangur keppna af þessu tagi er að vekja áhuga grunnskólanema og annarra á iðn- og verknámi með því að láta ungt fólk sýna handbrögð og tækni sinnar greinar. Áhorfendur munu einnig fá tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna í ýmsum greinum.
Fleiri fréttir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina hér.
Samsett mynd frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina / skillsiceland.is

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði