Keppni
Íslandsmót í kaffigreinum í Ráðhúsi Reykjavíkur – Aðgangur er ókeypis
Tvö Íslandsmót í kaffigreinum verða haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn og laugardaginn 19. og 20. febrúar. Þetta verður í fyrsta skipti síðan 2013 sem mót af þessu tagi verða haldin á Íslandi og eru alls 16 keppendur skráðir til leiks. Tíu keppendur munu keppa á Íslandsmóti Kaffibarþjóna, en þar eru lagaðir drykkir sem eru með espresso í grunninn.
Sex kaffibarþjónar munu keppa á Íslandsmóti í kaffigerð en þar laga keppendur kaffi „upp á gamla mátann“, eða nær allar aðferðir aðrar en espresso.
Íslandsmót kaffibarþjóna hefst á morgun föstudeginum kl. 13 og stendur yfir til kl. 17. Á laugardeginum verður keppt til úrslita og standa leikar yfir frá kl. 11 til 17, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Aðgangur er ókeypis.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas