Keppni
Íslandsmót í kaffigreinum í Ráðhúsi Reykjavíkur – Aðgangur er ókeypis
Tvö Íslandsmót í kaffigreinum verða haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn og laugardaginn 19. og 20. febrúar. Þetta verður í fyrsta skipti síðan 2013 sem mót af þessu tagi verða haldin á Íslandi og eru alls 16 keppendur skráðir til leiks. Tíu keppendur munu keppa á Íslandsmóti Kaffibarþjóna, en þar eru lagaðir drykkir sem eru með espresso í grunninn.
Sex kaffibarþjónar munu keppa á Íslandsmóti í kaffigerð en þar laga keppendur kaffi „upp á gamla mátann“, eða nær allar aðferðir aðrar en espresso.
Íslandsmót kaffibarþjóna hefst á morgun föstudeginum kl. 13 og stendur yfir til kl. 17. Á laugardeginum verður keppt til úrslita og standa leikar yfir frá kl. 11 til 17, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Aðgangur er ókeypis.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





