Keppni
Íslandsmót í kaffigreinum í Ráðhúsi Reykjavíkur – Aðgangur er ókeypis
Tvö Íslandsmót í kaffigreinum verða haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn og laugardaginn 19. og 20. febrúar. Þetta verður í fyrsta skipti síðan 2013 sem mót af þessu tagi verða haldin á Íslandi og eru alls 16 keppendur skráðir til leiks. Tíu keppendur munu keppa á Íslandsmóti Kaffibarþjóna, en þar eru lagaðir drykkir sem eru með espresso í grunninn.
Sex kaffibarþjónar munu keppa á Íslandsmóti í kaffigerð en þar laga keppendur kaffi „upp á gamla mátann“, eða nær allar aðferðir aðrar en espresso.
Íslandsmót kaffibarþjóna hefst á morgun föstudeginum kl. 13 og stendur yfir til kl. 17. Á laugardeginum verður keppt til úrslita og standa leikar yfir frá kl. 11 til 17, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Aðgangur er ókeypis.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?