Keppni
Íslandsmót í kaffigreinum falla niður vegna ónógrar þátttöku
Íslandsmót kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð falla sjálfkrafa niður í ár. Dræm þátttaka varð til þess að ekki náðist upp í lágmarksfjölda keppenda, 8 manns, sem reglur félagsins segja til um. Þrír skráðu sig á Íslandsmót kaffibarþjóna en einungis einn í kaffigerð. Þetta verður í fyrsta sinn frá upphafi sem Ísland mun ekki senda frá sér meistara á Heimsmeistaramót kaffibarþjóna.
Stjórn Kaffibarþjónafélag Íslands (KBFÍ) hefur ákveðið að halda hið árlega málþing sitt á Kaffihátíð í Hörpu sem haldin verður dagana 21. og 22. febrúar. Stefnt verður að því að gera umfangið meira en fyrri ár, m.a. með því að teygja málþingið yfir á tvo daga í stað eins, og hafa vinnusmiðjur í bland við fyrirlestrana.
Upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara verða birtar von bráðar á vef Kaffibarþjónafélagi Íslands.
Mynd: Sverrir

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas