Keppni
Íslandsmót í kaffigreinum falla niður vegna ónógrar þátttöku
Íslandsmót kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð falla sjálfkrafa niður í ár. Dræm þátttaka varð til þess að ekki náðist upp í lágmarksfjölda keppenda, 8 manns, sem reglur félagsins segja til um. Þrír skráðu sig á Íslandsmót kaffibarþjóna en einungis einn í kaffigerð. Þetta verður í fyrsta sinn frá upphafi sem Ísland mun ekki senda frá sér meistara á Heimsmeistaramót kaffibarþjóna.
Stjórn Kaffibarþjónafélag Íslands (KBFÍ) hefur ákveðið að halda hið árlega málþing sitt á Kaffihátíð í Hörpu sem haldin verður dagana 21. og 22. febrúar. Stefnt verður að því að gera umfangið meira en fyrri ár, m.a. með því að teygja málþingið yfir á tvo daga í stað eins, og hafa vinnusmiðjur í bland við fyrirlestrana.
Upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara verða birtar von bráðar á vef Kaffibarþjónafélagi Íslands.
Mynd: Sverrir
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi