Keppni
Íslandsmót í kaffigreinum falla niður vegna ónógrar þátttöku
Íslandsmót kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð falla sjálfkrafa niður í ár. Dræm þátttaka varð til þess að ekki náðist upp í lágmarksfjölda keppenda, 8 manns, sem reglur félagsins segja til um. Þrír skráðu sig á Íslandsmót kaffibarþjóna en einungis einn í kaffigerð. Þetta verður í fyrsta sinn frá upphafi sem Ísland mun ekki senda frá sér meistara á Heimsmeistaramót kaffibarþjóna.
Stjórn Kaffibarþjónafélag Íslands (KBFÍ) hefur ákveðið að halda hið árlega málþing sitt á Kaffihátíð í Hörpu sem haldin verður dagana 21. og 22. febrúar. Stefnt verður að því að gera umfangið meira en fyrri ár, m.a. með því að teygja málþingið yfir á tvo daga í stað eins, og hafa vinnusmiðjur í bland við fyrirlestrana.
Upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara verða birtar von bráðar á vef Kaffibarþjónafélagi Íslands.
Mynd: Sverrir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?