Vertu memm

Keppni

Íslandsmót í kaffigreinum falla niður vegna ónógrar þátttöku

Birting:

þann

Harpa, tónlistar og -ráðstefnuhúsið í Reykjavík

Íslandsmót kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð falla sjálfkrafa niður í ár. Dræm þátttaka varð til þess að ekki náðist upp í lágmarksfjölda keppenda, 8 manns, sem reglur félagsins segja til um. Þrír skráðu sig á Íslandsmót kaffibarþjóna en einungis einn í kaffigerð. Þetta verður í fyrsta sinn frá upphafi sem Ísland mun ekki senda frá sér meistara á Heimsmeistaramót kaffibarþjóna.

Stjórn Kaffibarþjónafélag Íslands (KBFÍ) hefur ákveðið að halda hið árlega málþing sitt á Kaffihátíð í Hörpu sem haldin verður dagana 21. og 22. febrúar.  Stefnt verður að því að gera umfangið meira en fyrri ár, m.a. með því að teygja málþingið yfir á tvo daga í stað eins, og hafa vinnusmiðjur í bland við fyrirlestrana.

Upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara verða birtar von bráðar á vef Kaffibarþjónafélagi Íslands.

 

Mynd: Sverrir

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið