Vertu memm

Keppni

Ísland lenti í 3. sæti á Ólympíuleikum matreiðslunema

Birting:

þann

Ólympíuleikar matreiðslunema 2022

Kristvin Þór Gautason og Halldór Hafliðason

Ísland lenti í 3. sæti á Ólympíuleikum matreiðslunema sem haldnir voru nú í vikunni, sem er besti árangur Íslands í keppninni.  Úrslitin voru kynnt rafrænt nú rétt í þessu á Youtube.

Það var Halldór Hafliðason sem keppti fyrir hönd Íslands og honum til aðstoðar voru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson.

Úrslit urðu:

Grand trophy – 1. til 10. sæti
1. sæti – Ítalía
2. sæti – Singapore
3. sæti – Ísland

Plate trophy – 11. til 20. sæti
1. sæti – Armenía

Sérstök verðlaun

Ísland fékk sérstök verðlaun fyrir:

Best hygiene and kitchen practice eða besta hreinlætið í eldhúsinu.

Ambassadors, stutt ritgerð um Halldór sem fjallar um hvernig matreiðsla hefur bætt lífið og gefið honum bjarta framtíð. Lesa ritgerðina hér.

Ólympíuleikar matreiðslunema 2022

Íslenska liðið.
F.v. Dagur Gnýsson, Kristvin Þór Gautason og Halldór Hafliðason

Þjálfari var Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.

Hótel- og matvælaskólinn - Ægir Friðriksson

Ólympíuleikarnir fóru fram rafrænt en keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi áður en kórónuveiran kom til sögunar.  Keppnisaðstaða Halldórs var í Hótel-, og matvælaskólanum í Kópavogi.  Er þetta í fimmta sinn sem að Ísland tekur þátt í Ólympíuleikunum.

Undanúrslit

Undanúrslitin fóru fram á mánudaginn og þriðjudaginn s.l. og tóku alls 50 lönd þátt í keppninni.  Tuttugu lönd komust í úrslit og úrslitakeppnin virkaði þannig að tíu lönd kepptu um “Grand trophy“ sem er 1.-10. sætið og “Plate trophy” sem er 11.-20. sætið.

Halldór keppti á mánudeginum þar sem hann fór í gegnum hæfnispróf með því að framkvæma ákveðna skurði (Julienne, Brunoise, Jardiniere, Paysanne og Macedoine) og eldaði síðan fyllt pasta með sósu og í eftirrétt Crème caramel með ávaxtasósu.

20 lönd komust áfram og var Ísland þar á meðal í flokki Grand trophy.

Úrslit

Úrslitakeppnin var haldin í gær föstudaginn 4. febrúar og þar stóð Halldór sig frábærlega.

Ólympíuleikar matreiðslunema

Kjúklingur
skjáskot úr beinni útsendingu

Halldór eldaði kjúklingarétt fyrir fjóra sem var pönnusteikt kjúklingabringa, kjúklingarúlla, sæt kartöflubolli með linsubauna ragú og tuille og soðgljái með kúrbít og tómötum.

Nota þurfti að minnsta kosti 50 prósent af eftirfarandi hráefnum:

Hráefni Magn Hráefni Magn
Sveppir 100g Kúrbítur 150g
Tómatar 150g Sætar kartöflur 1 stór
Laukur 1 stór Ferskur aspas 100g
Hvítlaukur 3 cloves Puy linsubaunir 150g
Ólifuolía 125 ml Gul paprika  2
Ósaltað smjör 100g Soy sósa 75 ml
Ferskt mangó 1 stór Fennel 1 knippi
Balsamic edik 50 ml Brúnt kjúklingasoð 350 ml
Hvítvínsedik 125 ml Rótargrænmeti 50g
Piparrót 50g Villi hrísgrjón 100g
Ferskar kryddjurtir

 

Rósmarín, timían, stenselja, salvía, dill, mynta, graslaukur og basil
Ólympíuleikar matreiðslunema

Eftirréttur
skjáskot úr beinni útsendingu

Því næst gerði Halldór eftirrétt sem var þeytt súkkulaðimús með súkkulaðiskrauti, möndlu og aprikósukaka, appelsínubáta og appelsínumarmelaði.

Nota þurfti eftirfarandi hráefni:

Auglýsingapláss
Dökkt súkkulaði 55% 250g Tilbúið marsipan 100g
Þeyttur rjómi 250ml Möndlur 100g
Egg 4 Apríkósusulta 50g
Sykur 100g Agar Agar hlaup 50g
Hveiti 100g Pectin 75g
Fersk appelsína 2 Ferskt chilli 2
Fersk sítróna 2

Tímarammi var rúmlega 2 klukkustundir.

Ólympíuleikar matreiðslunema

Keppni lokið og því ber að fagna

Dagur Gnýsson sá einnig um að sýna alla keppnina frá Snapchat veitingageirans.

Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.

Myndir: skjáskot úr beinni útsendingu, Ægir Friðriksson, Ólafur Sveinn Guðmundsson, skjáskot úr snapchat veitingageirans

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið