Keppni
Síðasti séns til að skrá sig í The Vero Bartender
Íslenskum barþjónum gefst nú einstakt tækifæri til að taka þátt í hinni alþjóðlegu barþjónakeppni The Vero Bartender sem haldin er af Amaro Montenegro. Keppnin hefur á undanförnum árum skapað sér sterka stöðu á alþjóðlegum vettvangi og laðar að sér metnaðarfulla barþjóna hvaðanæva úr heiminum.
Drykkur heildsala hefur tilkynnt að Ísland hafi fengið rétt til að keppa um sérstakt Wildcard sæti í keppninni. Á hverju ári er valið nýtt þema og að þessu sinni snýst verkefnið um „Stirring the 60’s“. Þetta er spennandi og skapandi áskorun sem enginn metnaðarfullur barþjónn ætti að láta fram hjá sér fara.
Keppendur geta kynnt sér nánari upplýsingar á heimasíðunni theverobartender.com og fylgst með stemmingunni og hugmyndunum sem spretta fram á Instagram síðunni @theverobartender. Skráningarfrestur rennur út á slaginu 11:59:59 þann 24. nóvember og hvetja skipuleggjendur barþjóna til að stíga fram og taka þátt. LET’S GET GROOVY.
Ef einhverjir barþjónar hafa spurningar eða vilja fá nánari upplýsingar er velkomið að hafa samband við Fribba og Valla hjá Drykkur heildsölu á [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Frétt23 klukkustundir síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu






