Markaðurinn
Innnes kynnir nýtt app – Stórt skref á stafrænni vegferð
Innnes hefur sett á markað nýtt app sem einfaldar og hraðar pöntunum fyrir fagfólk í matvæla- og veitingageiranum. Með appinu styrkir Innnes stöðu sína sem leiðandi aðili á matvörumarkaði hvað varðar fyrsta flokks stafræna þjónustu við viðskiptavini.
Appið gerir fyrirtækjum kleift að panta vörur hvar og hvenær sem er, með fullu aðgengi að fjölbreyttu vöruúrvali Innnes. Notendur appsins geta skoðað pantanir, endurpantað vörur með einföldum hætti, vistað vörulista, og nýtt sér snjalla leit og strikamerkjaskanna til að finna réttu vörurnar á nokkrum sekúndum. Með tilkomu appsins erum við að færa okkur enn nær viðskiptavininum og spara honum fyrirhöfn við pantanir í amstri dagsins.
Eftir mikinn vöxt í vefversluninni sá Innnes tækifæri til að færa þjónustustigið enn nær daglegu starfi viðskiptavina sinna. Margir þeirra pöntuðu þegar í gegnum síma, en með nýju appi var hægt að stíga næsta skref, að bjóða upp á meiri hraða, betra aðgengi og sérhannað viðmót fyrir snjallsíma.
„Þetta er eðlilegt framhald af þeirri stafrænu vegferð sem við höfum verið á síðustu ár,“
segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes.
„Við viljum nýta tækni til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og gera viðskiptavinum okkar kleift að sinna sínum innkaupum á einfaldan og öruggan hátt.“
Innnes hefur á undanförnum árum verið í fararbroddi í stafrænni þróun, með hratt vaxandi vefverslun og hátæknivöruhúsi sem hefur umbreytt afköstum og þjónustustigi. Appið byggir á sama tæknigrunni og vefverslunin og bætir við nýjum möguleikum á borð við tilkynningar og pöntun með skönnun strikamerkja.
„Tæknin er lykilatriði í samkeppnishæfni okkar,“
segir Magnús Óli.
„Appið er enn ein varðan á stafrænni vegferð Innnes – og markar tímamót í þjónustu við okkar viðskiptavini.“
Innnes appið er nú fáanlegt í App Store og Google Play.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






