Nemendur & nemakeppni
Innlit í verklegan tíma í grunndeild matvæla- og ferðagreina í VMA – Myndir
Til þess að verða matreiðslumaður, bakari, þjónn eða kjötiðnarmaður þarf fyrst að ljúka námi í grunndeild matvæla- og ferðagreina, sem tekur tvær annir hjá Verkmenntaskólanum (VMA) á Akureyri.
Núna á haustönn hjá VMA hófu hátt í þrjátíu nemendur nám á brautinni og er námið bæði bóklegt og verklegt. Í verklega hlutanum er nemendum skipt í hópa sem fá kennslu í ýmsu er lýtur að framreiðslu, matreiðslu og bakstri.
Það er því víða komið við og nemendur fá góða sýn á þessar starfsgreinar, sem hreinlega kallar á fleira starfsfólk. Með öðrum orðum er mikill skortur á fagfólki í þessum greinum og því er mikilvægt að fullmennta fólk á þessu sviði. Í vetur verður í VMA, auk grunndeildarinnar, bæði boðið upp á matreiðslunám og framreiðslunám.
Þegar litið var inn í verklegan tíma í grunndeild matvæla- og ferðagreina í VMA voru nemendur í tveimur hópum, annar var að læra að elda grænmetissúpu og baka brauð með súpunni hjá Ara Hallgrímssyni en hinn hópurinn lærði ýmislegt í framreiðslu hjá Eddu Björk Kristinsdóttur, að blanda drykki, leggja á borð, brjóta servíettur o.fl.
Myndir: vma.is
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi














