Nemendur & nemakeppni
Innlit í verklegan tíma í grunndeild matvæla- og ferðagreina í VMA – Myndir
Til þess að verða matreiðslumaður, bakari, þjónn eða kjötiðnarmaður þarf fyrst að ljúka námi í grunndeild matvæla- og ferðagreina, sem tekur tvær annir hjá Verkmenntaskólanum (VMA) á Akureyri.
Núna á haustönn hjá VMA hófu hátt í þrjátíu nemendur nám á brautinni og er námið bæði bóklegt og verklegt. Í verklega hlutanum er nemendum skipt í hópa sem fá kennslu í ýmsu er lýtur að framreiðslu, matreiðslu og bakstri.
Það er því víða komið við og nemendur fá góða sýn á þessar starfsgreinar, sem hreinlega kallar á fleira starfsfólk. Með öðrum orðum er mikill skortur á fagfólki í þessum greinum og því er mikilvægt að fullmennta fólk á þessu sviði. Í vetur verður í VMA, auk grunndeildarinnar, bæði boðið upp á matreiðslunám og framreiðslunám.
Þegar litið var inn í verklegan tíma í grunndeild matvæla- og ferðagreina í VMA voru nemendur í tveimur hópum, annar var að læra að elda grænmetissúpu og baka brauð með súpunni hjá Ara Hallgrímssyni en hinn hópurinn lærði ýmislegt í framreiðslu hjá Eddu Björk Kristinsdóttur, að blanda drykki, leggja á borð, brjóta servíettur o.fl.
Myndir: vma.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður