Nemendur & nemakeppni
Innlit í verklegan tíma í grunndeild matvæla- og ferðagreina í VMA – Myndir
Til þess að verða matreiðslumaður, bakari, þjónn eða kjötiðnarmaður þarf fyrst að ljúka námi í grunndeild matvæla- og ferðagreina, sem tekur tvær annir hjá Verkmenntaskólanum (VMA) á Akureyri.
Núna á haustönn hjá VMA hófu hátt í þrjátíu nemendur nám á brautinni og er námið bæði bóklegt og verklegt. Í verklega hlutanum er nemendum skipt í hópa sem fá kennslu í ýmsu er lýtur að framreiðslu, matreiðslu og bakstri.
Það er því víða komið við og nemendur fá góða sýn á þessar starfsgreinar, sem hreinlega kallar á fleira starfsfólk. Með öðrum orðum er mikill skortur á fagfólki í þessum greinum og því er mikilvægt að fullmennta fólk á þessu sviði. Í vetur verður í VMA, auk grunndeildarinnar, bæði boðið upp á matreiðslunám og framreiðslunám.
Þegar litið var inn í verklegan tíma í grunndeild matvæla- og ferðagreina í VMA voru nemendur í tveimur hópum, annar var að læra að elda grænmetissúpu og baka brauð með súpunni hjá Ara Hallgrímssyni en hinn hópurinn lærði ýmislegt í framreiðslu hjá Eddu Björk Kristinsdóttur, að blanda drykki, leggja á borð, brjóta servíettur o.fl.
Myndir: vma.is
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup














