Nemendur & nemakeppni
Innlit í verklegan tíma í grunndeild matvæla- og ferðagreina í VMA – Myndir
Til þess að verða matreiðslumaður, bakari, þjónn eða kjötiðnarmaður þarf fyrst að ljúka námi í grunndeild matvæla- og ferðagreina, sem tekur tvær annir hjá Verkmenntaskólanum (VMA) á Akureyri.
Núna á haustönn hjá VMA hófu hátt í þrjátíu nemendur nám á brautinni og er námið bæði bóklegt og verklegt. Í verklega hlutanum er nemendum skipt í hópa sem fá kennslu í ýmsu er lýtur að framreiðslu, matreiðslu og bakstri.
Það er því víða komið við og nemendur fá góða sýn á þessar starfsgreinar, sem hreinlega kallar á fleira starfsfólk. Með öðrum orðum er mikill skortur á fagfólki í þessum greinum og því er mikilvægt að fullmennta fólk á þessu sviði. Í vetur verður í VMA, auk grunndeildarinnar, bæði boðið upp á matreiðslunám og framreiðslunám.
Þegar litið var inn í verklegan tíma í grunndeild matvæla- og ferðagreina í VMA voru nemendur í tveimur hópum, annar var að læra að elda grænmetissúpu og baka brauð með súpunni hjá Ara Hallgrímssyni en hinn hópurinn lærði ýmislegt í framreiðslu hjá Eddu Björk Kristinsdóttur, að blanda drykki, leggja á borð, brjóta servíettur o.fl.
Myndir: vma.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt