Uppskriftir
Innbakaðar kjúklingabringur
Marinering fyrir kjúklinginn
4 stk kjúklingabringur
5 stk hvítlauksgeirar maukaðir
½ tsk salt
½ tsk provance krydd
½ tsk karrý
1 tsk sítrónupipar
4 msk olía
Aðferð
Kjúklingabringurnar snyrtar, hvítlauknum, olíunni og kryddi blandað saman og kjúklingabringunum velt upp úr. Ofn stilltur á 150°c og kjúklingurinn eldaður í ca 30 mín því næst tekinn og kældur í ca 20 mínútur.
Sósan
2 msk olía
80 gr blaðlaukur skorinn í teninga
1 ½ tsk karrý
½ tsk pipar
½ tsk sítrónu pipar
½ tsk salt
6 stk hvítlauksgeirar
3 dl rjómi
1 epli skorið í teninga
Kjúklinga soð af pönnu
Aðferð
Olían sett á pönnu og laukurinn látinn mýkjast, kryddinu bætt úti og blandað saman ásamt hvítlauk og eplum, sósan látin sjóða aðeins niður og maukuð. Síðan er sósan aðeins kæld niður.
Hrísgrjónin soðin og kæld niður með vatni og sett í sigti, smjördeiginu rúllað út og grjónin sett ofan á og sósan yfir og því næst kjúklingabringunum raðað ofan á svo er deigið tekið saman smá vatn sett á brúnirnar til að líma saman svo er deiginu snúið við ofan á ofnskúffu með smjörpappír.
Ofninn hitaður í 220°c, deigið penslað með hrærðu eggi og mjólk og bakað í ca 20 mín eða þar til deigið er fallega brúnað. Borið fram með góðu salati verði ykkur að góðu.
Einnig er hægt að nota lax, bleikju, ýsu eða annan fisk endilega prófa sig áfram.
Instagram: eddikokkur
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit