Uppskriftir
Innbakaðar kjúklingabringur
Marinering fyrir kjúklinginn
4 stk kjúklingabringur
5 stk hvítlauksgeirar maukaðir
½ tsk salt
½ tsk provance krydd
½ tsk karrý
1 tsk sítrónupipar
4 msk olía
Aðferð
Kjúklingabringurnar snyrtar, hvítlauknum, olíunni og kryddi blandað saman og kjúklingabringunum velt upp úr. Ofn stilltur á 150°c og kjúklingurinn eldaður í ca 30 mín því næst tekinn og kældur í ca 20 mínútur.
Sósan
2 msk olía
80 gr blaðlaukur skorinn í teninga
1 ½ tsk karrý
½ tsk pipar
½ tsk sítrónu pipar
½ tsk salt
6 stk hvítlauksgeirar
3 dl rjómi
1 epli skorið í teninga
Kjúklinga soð af pönnu
Aðferð
Olían sett á pönnu og laukurinn látinn mýkjast, kryddinu bætt úti og blandað saman ásamt hvítlauk og eplum, sósan látin sjóða aðeins niður og maukuð. Síðan er sósan aðeins kæld niður.
Hrísgrjónin soðin og kæld niður með vatni og sett í sigti, smjördeiginu rúllað út og grjónin sett ofan á og sósan yfir og því næst kjúklingabringunum raðað ofan á svo er deigið tekið saman smá vatn sett á brúnirnar til að líma saman svo er deiginu snúið við ofan á ofnskúffu með smjörpappír.
Ofninn hitaður í 220°c, deigið penslað með hrærðu eggi og mjólk og bakað í ca 20 mín eða þar til deigið er fallega brúnað. Borið fram með góðu salati verði ykkur að góðu.
Einnig er hægt að nota lax, bleikju, ýsu eða annan fisk endilega prófa sig áfram.
Instagram: eddikokkur
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum