Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Indo-Italian í Listhúsinu í Laugardal fagnar eins árs afmæli með hátíðarmatseðli

Birting:

þann

Indo-Italian í Listhúsinu í Laugardal fagnar eins árs afmæli með hátíðarmatseðli

Hlýlegt og stílhreint umhverfi á Indo-Italian í Listhúsinu í Laugardal, þar sem indversk og ítölsk matarmenning mætast.

Veitingastaðurinn Indo-Italian, sem staðsettur er í Listhúsinu í Laugardal, fagnar nú fyrsta starfsári sínu með glæsilegum afmælismatseðli sem verður í boði í tvær vikur nú í ágúst.

Eigendur staðarins, þau Helen Rose og Shijo Mathew frá Indlandi, hafa á fyrsta árinu skapað sér sérstöðu með því að sameina tvær af virtustu og ástsælustu matarmenningum heims undir sama þaki, fjölbreytt úrval af indverskum og ítölskum réttum.

Á afmælismatseðlinum má finna fjölmarga girnilega rétti. Í forréttum eru meðal annars Pahadi Paneer Tikka, mjúkt paneer og stökkt grænmeti í ilmandi jógúrt- og kóríandermarineringu, Mini Arancini með ‘Nduja og rjómalöguðum mascarpone, auk rjómalagðrar humarsúpu með grilluðu focaccia-brauði.

Indo-Italian í Listhúsinu í Laugardal fagnar eins árs afmæli með hátíðarmatseðli

Aðalréttirnir teygja sig frá Ossobuco alla Milanese með saffranrisotto yfir í hægeldaða lambaskanka í tómat- og kasjúhnetusósu, Goan Spiced Grilled Salmon með fersku kókos og kasmírsku chili og Kashmiri grillaðuð kjúklingabringa með kókosmjólk, sinnepsfræjum og karrýlaufum.

Fyrir þá sem kjósa pastaréttina eru í boði Spaghetti N Burrata með rjómalöguðum porcini-sveppum og burrata-osti, auk Gnocchi Asparagi e Pancetta þar sem kartöflugnocchi eru blandaðar við aspas og ljúffenga pancettasósu.

Indo-Italian í Listhúsinu í Laugardal fagnar eins árs afmæli með hátíðarmatseðli

Í boði eru einnig réttir þar sem ítölsk hefð og indversk kryddlist mætast í fullkomnu jafnvægi, til dæmis Lamb Tikka Pizza með tandoori-lambakjöti, krydduðu jógúrti og stökkum papadum, eða Mortadella & Pistachio Pizza með ricotta, sítrónu og fersku mozzarella.

Indo-Italian í Listhúsinu í Laugardal fagnar eins árs afmæli með hátíðarmatseðli

Eftirréttirnir kóróna máltíðina, hvort sem það er hinn sígildi ítalski panna cotta með fersku mangó eða hinn hefðbundni indverski Rasmalai, mjúkur ostur í sætri rabri-mjólkursósu.

Á einu ári hefur Indo-Italian tryggt sér traustan sess í íslensku matarsenunni með hlýlegu og stílhreinu umhverfi, vönduðu hráefni og bragðsamsetningum. Afmælishátíðin verður því kjörið tækifæri til að stíga inn í Listhúsið og upplifa bæði yl kryddanna frá Indlandi og sjarma Ítalíu í einni og sömu máltíðinni.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu veitingastaðarins, ásamt á Instagram og Facebook.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið