Viðtöl, örfréttir & frumraun
Indo-Italian í Listhúsinu í Laugardal fagnar eins árs afmæli með hátíðarmatseðli

Hlýlegt og stílhreint umhverfi á Indo-Italian í Listhúsinu í Laugardal, þar sem indversk og ítölsk matarmenning mætast.
Veitingastaðurinn Indo-Italian, sem staðsettur er í Listhúsinu í Laugardal, fagnar nú fyrsta starfsári sínu með glæsilegum afmælismatseðli sem verður í boði í tvær vikur nú í ágúst.
Eigendur staðarins, þau Helen Rose og Shijo Mathew frá Indlandi, hafa á fyrsta árinu skapað sér sérstöðu með því að sameina tvær af virtustu og ástsælustu matarmenningum heims undir sama þaki, fjölbreytt úrval af indverskum og ítölskum réttum.
Á afmælismatseðlinum má finna fjölmarga girnilega rétti. Í forréttum eru meðal annars Pahadi Paneer Tikka, mjúkt paneer og stökkt grænmeti í ilmandi jógúrt- og kóríandermarineringu, Mini Arancini með ‘Nduja og rjómalöguðum mascarpone, auk rjómalagðrar humarsúpu með grilluðu focaccia-brauði.
Aðalréttirnir teygja sig frá Ossobuco alla Milanese með saffranrisotto yfir í hægeldaða lambaskanka í tómat- og kasjúhnetusósu, Goan Spiced Grilled Salmon með fersku kókos og kasmírsku chili og Kashmiri grillaðuð kjúklingabringa með kókosmjólk, sinnepsfræjum og karrýlaufum.
Fyrir þá sem kjósa pastaréttina eru í boði Spaghetti N Burrata með rjómalöguðum porcini-sveppum og burrata-osti, auk Gnocchi Asparagi e Pancetta þar sem kartöflugnocchi eru blandaðar við aspas og ljúffenga pancettasósu.
Í boði eru einnig réttir þar sem ítölsk hefð og indversk kryddlist mætast í fullkomnu jafnvægi, til dæmis Lamb Tikka Pizza með tandoori-lambakjöti, krydduðu jógúrti og stökkum papadum, eða Mortadella & Pistachio Pizza með ricotta, sítrónu og fersku mozzarella.
Eftirréttirnir kóróna máltíðina, hvort sem það er hinn sígildi ítalski panna cotta með fersku mangó eða hinn hefðbundni indverski Rasmalai, mjúkur ostur í sætri rabri-mjólkursósu.
Á einu ári hefur Indo-Italian tryggt sér traustan sess í íslensku matarsenunni með hlýlegu og stílhreinu umhverfi, vönduðu hráefni og bragðsamsetningum. Afmælishátíðin verður því kjörið tækifæri til að stíga inn í Listhúsið og upplifa bæði yl kryddanna frá Indlandi og sjarma Ítalíu í einni og sömu máltíðinni.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu veitingastaðarins, ásamt á Instagram og Facebook.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni












