Vertu memm

Keppni

Iðunn, Kolbrún, Rúnar, Sigurjón og Snædís keppa til úrslita í Kokkur ársins 2019

Birting:

þann

Kokkur ársins 2019 - 5 manna úrslit

Þessi keppa til úrslita í Kokkur ársins 2019.
F.v. Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Sigurjón Bragi Geirsson og Rúnar Pierre Heriveaux

Í dag fór fram undankeppni í Kokkur ársins 2019 þar sem tíu kokkar kepptu um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri sem fram fer í Hörpu laugardaginn 23. mars næstkomandi

Í ár höfðu aldrei fleiri konur skráð sig til leiks og komust allar áfram í lokakeppni en þeir kokkar sem tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppni 23. mars eru:

  • Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
  • Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
  • Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
  • Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant

Kokkur ársins 2019 - 5 manna úrslit

Um kvöldið á lokahluta keppninnar verður boðið til fjögurra rétta Kokkalandsliðs veislu ásamt Kokki ársins frá því í fyrra og Kokki ársins 2007. Borðapantanir sendist á netfangið [email protected]. Takmarkað sætaframboð.

Miðaverð 19.900 kr.

Fleiri Kokkur ársins fréttir hér.

Mynd: facebook / Kokkur ársins

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið